fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Beta dregur í landi vegna meints skyrsvindls: „Ég skammast mín mjög mikið“

Segist ekki hafa vigtað skyrið jafn oft og hún fullyrti – Vogirnar hennar reyndust bilaðar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. október 2016 14:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég talaði í morgun, eiginlega viljandi, eins og ég væri alltaf að vigta alla dósina. En það var ekki rétt og ég biðst afsökunar á því.“ Þetta segir Elísabet Ólafsdóttir, Beta Rokk, í myndbandi á Facebook seint í gærkvöldi.

Vísir gerði frétt um helgina upp úr öðru myndbandi frá Betu þar sem hún sagðist á hverjum degi í átta ár hafa vigtað skyrdósir frá MS. Þær mælingar sýndu að skyrið væri of lítið, miðað við uppgefið magn. Hún fann út að MS skuldaði sér 12 þúsund krónur.

MS hefur svarað fréttinni og birt nákvæmar niðurstöður mælinga, sem sýna að skyrdósirnar ná alltaf vigt.

Og nú hefur Beta dregið í land. Hún viðurkennir að hún hafi alls ekki alltaf vigtað dósirnar, eins og hún fullyrti áður, og að prófanir á þeim vigtum sem hún á sýni að þær sýni allar of litla þyngd. „Eru bara almennar vigtar, sem seldar eru til venjulegs fólks, bara að vigta of lítið?“ spyr hún hneyksluð.

Hún viðurkennir að hún sé í sjokki. Með fréttaflutningi af málinu hafi þetta farið lengra en hún ætlaði sér. „Ég vil biðja MS innilega afsökunar.“ Hún greinir frá því að hún hafi skorið sig til blóðs á einu lokinu í gær, við vigtun, en hún hafi líklega átt það skilið. Hún hafi um árabil verið örg út í MS að ástæðulausu.

„Ég skammast mín mjög mikið,“ segir Beta sem vonast til þess að MS kæri hana ekki fyrir ærumeiðingar. „Ég ætla aldrei að gagnrýna MS aftur. Þeir eru að vinna vinnuna sína vel – allavega vigta skyrið sitt vel. Ég ætla bara að halda áfram að kaupa skyrið og halda kjafti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel