fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Jón Gnarr: „Já, ég held að hann sé tengdasonur minn“

Margrétt Edda Gnarr greinir frá skemmtilegri uppákomu í helgarviðtali – Er í sambandi við Ásgeir Trausta

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 21. október 2016 12:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vorum í marga mánuði að hittast án þess að það væri alvöru samband. Við vorum búin að þekkja hvort annað í viku þegar það kom í Séð og heyrt að við værum par. Þá vorum við rétt að kynnast. Fyrirsögnin var eitthvað um að Jón Gnarr væri kominn með tengdason, en við höfðum bara húmor fyrir þessu,“ segir fitnessdrottningin Margrét Edda Gnarr í helgarviðtali við Fréttatímann.. Þar ræðir hún um sjálfshatur sem þróaði með sér sem unglingur, einelti og erfið veikindi sem hún glímdi við á síðasta ári.

Margrét Edda er í sambandi við tónlistarmanninn Ásgeir Trausta og segir frá skemmtilegri uppákomu sem faðir hennar, Jón Gnarr, lenti í úti í Bandaríkjunum. Þegar Margrét og Ásgeir Trausti voru að draga sig saman var Jón við það að flytja til Texas þar sem hann bjó um skeið. Hann flutti því út án þess að hitta hinn nýja kærasta Margrétar. Hún greinir frá því að Jón hafi margsinnis verið spurður vestra hvort að hann þekkti Björk sem að hann svaraði alltaf á þá leið að hún væri ein besta vinkona konunnar hans. Dag einn var hann spurður hvort að hann þekkti til Ásgeirs Trausta, enda hefur tónlist hans borist um allan heim. „Já, ég held að hann sé tengdasonur minn,“ svaraði Jón sem eflaust hefur gert viðmælandann gjörsamlega forviða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 4 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“