fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Biggest Loser-stjarna hættir í sukkinu

Þór Viðar er himinlifandi með vel heppnaða magaminnkunaraðgerð

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 18. október 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er gaman að keyra framhjá KFC, finna lyktina sem þú elskar, en hún hefur engin áhrif,“ segir Þór Viðar Jónsson, sem er búinn að missa 10 kíló frá því að hann fór í magaminnkun í Póllandi fyrir þremur vikum.

Himinlifandi

Þór Viðar, sem tók þátt í fyrstu þáttaröð raunveruleikaþáttarins Biggest Loser Ísland, er himinlifandi með vel heppnaða aðgerð og þær gríðarlegu breytingar sem hafa orðið á hans daglega lífi í kjölfarið.

„Maginn er núna 250 millilítrar að stærð. Þeir tóku 80 prósent af honum,“ segir Þór sem þarf að passa vel upp á hvað hann lætur ofan í sig og í hve miklu magni svo hann fái rétt hlutfall af öllum næringarefnum.

Þór Viðar sem getur aðeins borðað mjög litla matarskammta í einu segist þó síður en svo hungraður.

„Ég þarf að passa mjög vel hvað ég læt ofan í mig. Að ég fái nógu mikið prótein og drekki vatn. Þá er ég ekki lengur með sterka löngun í skyndibita og annað ruslfæði sem var aðaluppistaðan í mataræðinu áður en ég fór í aðgerðina.“

Gleymir að borða

Þór Viðar kveðst sömuleiðis þurfa að minna sjálfan sig á að borða. Þar að auki hugsar hann nánast ekkert um mat. Fyrir aðgerðina snerist dagurinn meira og minna um hvað hann ætti að fá sér að borða næst.

„Það hvað ég hugsa lítið um mat er eitt og sér mjög merkilegt fyrir matarfíkil. Áður fór ég létt með hálfa pítsu. Nú gæti ég ekki einu sinni klárað hálfa sneið,“ segir Þór Viðar sem kveðst aldrei hafa orðið svangur eftir að hann fór í aðgerðina.

Fleiri jákvæðar breytingar hafa orðið á lífi Þórs síðustu vikur. Hann tók ákvörðun um að hætta að drekka áfengi þar sem honum finnst það ekki henta sér lengur.

Þá bíður hann spenntur eftir því að mega byrja aftur í líkamsrækt, ekki til að léttast heldur í þeim tilgangi að bæta heilsuna.

„Ég þarf að fara varlega fyrstu sex vikurnar eftir aðgerð en ég get ekki beðið eftir að byrja að æfa aftur,“ segir Þór léttur í bragði.

Aldrei verið hressari

Líkt og áður segir fór Þór Viðar til Póllands í aðgerðina. Hann gefur læknastöðinni sem framkvæmdi magaminnkunina sín bestu meðmæli og segir að hugsað hafi verið fyrir öllu á meðan hann var í umsjá lækna og hjúkrunarfólks læknastöðvarinnar.

„Ég var mjög orkulítill fyrstu vikuna eftir aðgerð. En núna finnst mér ég aldrei hafa verið hressari.“

Viku áður en Þór Viðar fór í aðgerðina var hann 185 kíló. Í dag er hann kominn niður í 170 kíló og hlakkar til að sjá fleiri kíló fjúka.

„Núna loksins skil ég hvernig venjulegt fólk, sem glímir ekki við offituvandamál, lifir lífinu. Það er að segja, líf mitt snýst ekki lengur um mat, sem er stórkostlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel