fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Látin stúlka í herberginu og enginn gerði neitt

Herbert sökk djúpt í neyslu kókaíns og kynntist undirheimum Reykjavíkur

Auður Ösp
Laugardaginn 15. október 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég þurfti að biðja fjölskyldu mína fyrirgefningar, fyrrverandi konuna mína, og börnin sem ég hafði sært djúpt,“ segir Herbert Guðmundsson tónlistarmaður en í viðtali við helgarblað DV ræðir hann meðal annars um þegar hann sökk djúpt ofan í fíkniefnaneyslu og sá og upplifði ógeðslega hluti í undirheimunum.

Brot úr viðtalinu birtist hér fyrir neðan en viðtalið við Herbert má lesa í heild sinni í helgarblaði DV

Djöfullegur sjúkdómur

Undir lok tíunda áratugarins kynntist Hebbi kókaíni. Það reyndust ekki góð kynni og hann missti brátt tökin. Neyslan tók yfir, frá árinu 2000 til 2007.

„Ég er auðvitað alkóhólisti en hef aldrei verið brennivínsmaður, bara svona að sulla. En svo kynntist ég kókaíninu og þá var eins og heimurinn loksins funkeraði. Í fyrsta skiptið hugsaði ég bara „Jess, þetta er málið!“ Svo dróst maður inn í þennan félagsskap. Ég var farinn að fara í undirheimana á Íslandi og það er ógeðslegur heimur.“

Í nokkur skipti komu upp atvik þar sem Hebbi fékk ástæðu til að opna augun og hugsa: „Hvað er ég eiginlega komin í?“ Í eitt skipti réðst vinur hans á hann. Besti vinur hans. Hann minnist þess einnig að hafa verið í partíi í einu af dópbælum bæjarins. Í næsta herbergi lá ung stúlka. Seinna fékk hann að vita að stúlkan hefði legið látin í herberginu allan tímann, og enginn gert neitt.

Herbert hefur verið afkastamikill í íslensku tónlistarlífi
Lifir fyrir tónlistina Herbert hefur verið afkastamikill í íslensku tónlistarlífi

„Þú verður svo afskaplega veruleikafirrtur. Þér finnst þetta allt í lagi, þú ert bara aðeins að fá þér. Þessi sjúkdómur er þannig að hann telur manni trú um að maður sé ekki með hann. Fyrst er þetta bara um helgar, svo bætast við mánudagar og þriðjudagar. Að lokum getur þú ekki lifað daginn af án þess að fá þér í nefið. Þú færð þér og ert klár í daginn. Allt fer að snúast um neysluna.

Einn daginn gerðist það síðan að ég fékk einhvers konar „moment of clarity“ eins og ég segi. Ég vaknaði einn daginn og hugsaði „Þetta gengur ekki.“ Svo einfalt var það. Ég hringdi á Vog og pantaði pláss. Á næsta ári verð ég búinn að vera edrú í tíu ár.“

Herbert hefur tekið til í rústum fortíðarinnar. „Þessi djöfullegi sjúkdómur skaðar alla í kringum þig. Seinna þegar ég tók níunda sporið hitti ég alla sem ég hafði skaðað þegar ég var í neyslu. Ég þurfti að biðja fjölskyldu mína fyrirgefningar, fyrrverandi konuna mína, og börnin sem ég hafði sært djúpt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel