fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Fókus

Við gerum þetta öll

Sjálfsmyndir stjarnanna

Indíana Ása Hreinsdóttir
Miðvikudaginn 27. janúar 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stutt síðan það þótti óheyrilega hallærislegt að taka mynd af sjálfum sér en í dag er ljóst að sjálfsmyndin er komin til að vera. Mörgum finnst þeir einfaldlega myndast best þegar þeir smella sjálfir af og á tímum samfélagsmiðla er ágætt að reyna að hafa einhverja stjórn á því hvernig við birtumst alheiminum. Hér eru nokkrar sjóðheitar „selfies“ úr Hollywood enda eru stjörnurnar engir eftirbátar okkar hinna þegar kemur að þessari sjálfhverfu tegund myndatöku.

Á djamminu

Hollywood-leikkonurnar Alicia Silverstone og Alexa Chung skelltu í eina sjálfsmynd á djamminu í New York.

Leikkonan Zoe tók þessa mynd í kósíheitum heima hjá sér.
Mína mús Leikkonan Zoe tók þessa mynd í kósíheitum heima hjá sér.

Stund milli stríða

Leikkonan Zoe Saldana myndaði sig í krúttlegum Mínu músar-bol og setti myndina á Instragram. Færslan var svo skreytt merkjunum #manicmondays #LivebyNight #workingmom.

Piparsveinkan og stílistinn smella í selfie.
Brostu ! Piparsveinkan og stílistinn smella í selfie.

Glamúr og gleði

Andy Dorfman úr The Bachelorette og stjörnustílistinn Nick Stenson stilltu sér upp á milli þess sem þau gerðu sig klár sig fyrir tískuviðburð í New York.

Fyrirsætan Shaun Ross og Hollywood stjarnan Jared Leto.
Frægur hitti frægan Fyrirsætan Shaun Ross og Hollywood stjarnan Jared Leto.

Sætir saman

Leikarinn og söngvarinn úr The Suicide Squad, Jared Leto, birtist óvænt á tökustað þar sem fyrirsætan Shaun Ross var að störfum. Að sjálfsögðu tóku stjörnurnar mynd af sér saman.

Salma var ekki ánægð með útkomuna og bað um ráð til að myndast betur.
Gaman saman Salma var ekki ánægð með útkomuna og bað um ráð til að myndast betur.

Efnilegur byrjandi

Salma Hayek setti þessa skemmtilegu mynd á Instagram og útskýrði að hún væri ennþá að læra á sjálfsmyndina og bað um góð ráð.

Það eru ekki allir sem fá mynd af sér með alvöru prins.
Konungleg sjálfsmynd Það eru ekki allir sem fá mynd af sér með alvöru prins.

Heppin stúlka

Vilhjálmur Bretaprins tók sjálfsmynd af sér og þessari tólf ára skólastelpu í Sandringham á jóladag árið 2013.

Tískugyðjan er oftar en ekki alvarleg á myndum.
Sjaldséð sjón Tískugyðjan er oftar en ekki alvarleg á myndum.

Enginn stútur

Victoria Beckham lætur skína í hvítar tennur á þessar mynd sem hún birti á Facebook-síðu sinni.

Miley skoðar útkomuna.
Kann þetta Miley skoðar útkomuna.

Gripin glóðvolg

Stórstjarnan Miley Cyrus gerir sig líklega til að taka nokkrar sjálfsmyndir og er gripin glóðvolg af vinkonu sem smellir af. Engar áhyggjur Miley. Við gerum þetta öll.

Myndir sem sanna dugnað í ræktinni er algeng tegund sjálfsmynda.
Mynd úr ræktinni Myndir sem sanna dugnað í ræktinni er algeng tegund sjálfsmynda.

Kófsveitt og sæt

Sjálfsmyndir snúast ekki alltaf um glamúr. Jessica Alba birti þessa mynd af sér eftir góða æfingu.

Söngvarinn kætir aðdáendur sína með einu stykki sjálfu.
Justin Bieber Söngvarinn kætir aðdáendur sína með einu stykki sjálfu.

Nýtt húðflur

Aðdáendur Justins Bieber kunna vel að meta sjálfsmyndirnar hans. Þeir eru himinlifandi þegar hann er ber að ofan. Á þessari mynd smellti söngvarinn af þegar hann var að láta teikna á sig nýtt húðflúr.

Söngkonan kann þetta.
Rihanna Söngkonan kann þetta.

Drottning sjálfsmyndanna

Rihanna er ekkert feimin við að birta myndir af sér.

Clinton mæðgur brosa í myndavélina.
Mæðgurnar Clinton mæðgur brosa í myndavélina.

Það gera þetta allir

Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, og dóttir hennar, Chelsea, taka líka sjálfsmyndir.

Tónlistarkonan birti þessa mynd á samfélagsmiðlunum.
Lady Gaga Tónlistarkonan birti þessa mynd á samfélagsmiðlunum.

Ómáluð og fersk

Söngkonan Lady Gaga birti þessa fallegu mynd af sér á heimasíðunni sinni, littlemonsters.com.

Stútur á varir og málið er dautt.
Jessica Simpson Stútur á varir og málið er dautt.

Blómleg og sæt

Söngkonan Jessica Simpson glóir hreinlega á þessari mynd sem hún tók er hún var ófrísk í sumarleyfi á Hawaii.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefur vakið mikla athygli fyrir berbrjósta mótmæli sín – Fékk ljót skilaboð og ætlar nú að ganga lengra

Hefur vakið mikla athygli fyrir berbrjósta mótmæli sín – Fékk ljót skilaboð og ætlar nú að ganga lengra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta þarftu að vita áður en þú ferð í trekant – Fjórar mikilvægar reglur

Þetta þarftu að vita áður en þú ferð í trekant – Fjórar mikilvægar reglur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Madonna birtir myndir af sér á brjóstunum – Segist hata að máta föt

Madonna birtir myndir af sér á brjóstunum – Segist hata að máta föt