fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

300.000 króna bindið hans Loga kostar nú 30 þúsund á útsölu

Gullbindið hans Loga hefur vakið mikla athygli – „Þetta eru náttúrulega dýrustu og flottustu bindi sem er hægt að kaupa sér“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. janúar 2016 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bindið sem handboltakappinn Logi Geirsson bar í útsendingu RÚV fyrir og eftir landsleik Íslands og Hvíta-Rússlands í handbolta vakti mikla athygli. Í morgun sagði Logi að bindið hefði kostað hann 300 þúsund krónur en það fæst nú á rúmlega 30 þúsund krónur hjá framleiðanda.

Logi var gestur Brennslunnar, morgunþætti FM957, í morgun. Þar sagði Logi bindið væri það flottasta og dýrasta sem hægt væri að kaupa.

„Ég bjóst við að annar hver maður myndi þekkja þetta bindi, þetta eru náttúrulega dýrustu og flottustu bindi sem er hægt að kaupa sér. Þetta kostaði mig 2000 dollara og 300.000 kall að koma með þetta heim í sumar,“ sagði Logi og bætti við að hann hefði farið sérstaklega út til New York að sækja bindið.

Bindið er af gerðinni Hex og má finna til sölu á vefsíðu Hextie. Þar er bindi eins og Logi var með á miklum afslætti og kostar nú 250 dollara, eða 32 þúsund krónur. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd kostaði það, líkt og Logi greindi frá, 2.000 dollara áður en það fór á útsölu.

Hér má sjá bindið hans Loga til sölu á miklu afslætti.
Frá vefsíðu Hextie. Hér má sjá bindið hans Loga til sölu á miklu afslætti.

Hér má hlusta á viðtalið við Loga frá því í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Komst að fortíð kærustunnar og treystir henni ekki lengur

Komst að fortíð kærustunnar og treystir henni ekki lengur
Fókus
Í gær

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Náðu að svindla yfir hundrað milljónum af íslensku fyrirtæki

Náðu að svindla yfir hundrað milljónum af íslensku fyrirtæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu