fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Grímseyingum fjölgaði um þrjú prósent á einum sólarhring

Auður Ösp
Mánudaginn 23. maí 2016 16:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir nýir Grímseyingar komu í heiminn á dögunum. Það er seint hægt að segja að íbúafjöldi sé hár í Grímsey og með tilkomu barnanna tveggja tók sá fjöldi óvæntan kipp.

Fram kemur á vef Akureyrarbæjar að þann 19.maí síðastliðinn hafi tveir nýir Grímseyingar litið dagsins ljós: drengur og stúlka. Drengurinn var 15 merkur og eru foreldrar hans þau Júlía Ósk Ólafsdóttir og Kristófer Sindri Pétursson. Síðar þennan sama dag eignuðust þau Rannveig Vilhjálmsdóttir og Bjarni Gylfason einnig barn; 14 marka stúlku en um er að ræða fimmta barn parsins.

Þá kemur fram á vefnum að Grímseyingar hafi fram að þessu verið 66 talsins en séu nú 68 talsins. Því hafi orðið þriggja prósenta fjölgun íbúa – á aðeins einum sólarhring.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm