fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fókus

Hvannadalshnjúkur hækkar um 3,2 metra

„Við gerðum þetta nú bara að gamni okkar“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. maí 2016 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvannadalshnjúkur mældist 3,2 metrum hærri en opinberar tölur segja, um liðna helgi. Þrír starfsmenn fyrirtækisins Ísmars, sem sérhæfir sig í sölu á tækjabúnaði til landmælinga fóru á Hvannadalshnjúk síðastliðinn laugardag og komust að niðurstöðunni.

Í samtali við DV segir Jón Tryggvi Helgason, framkvæmdastjóri Ísmars og einn þremenninganna sem fóru á jökulinn að líklegt þyki að ástæðan fyrir því að mælingin hafi reynst hærri sé vegna þykks lags af snjó og framskrið jökulsins. Jökullinn mældist 2.113,2 metrar á hæð en opinberar mælingar frá árinu 2005 segja að jökullinn sé 2.110 metrar á hæð.

„Við gerðum þetta nú bara að gamni okkar, að mæla hæð jökulsins. Við erum ekkert að gefa út opinberar tölur, en þetta er svipaður búnaður sem við vorum með og Landmælingar Íslands nota,“ segir Jón Tryggvi í samtali við DV.

Tækjabúnaðurinn sem Ísmarsmenn notuðu.
Tækjabúnaður. Tækjabúnaðurinn sem Ísmarsmenn notuðu.

Mynd: Facebook/Ísmar

„Við skráðum okkur félagarnir í gönguhóp hjá Ferðafélagi Íslands, þar sem við byrjuðum að ganga á fjöll í janúar og stefnan var tekin á að enda á Hvannadalshnjúki,“ svarar hann aðspurður hvað hafi komið til að þeir hafi ákveðið að fara á Hvannadalshnjúk. Þá segir hann að ferðin hafi gengið vel og að gangan hafi í heildina tekið tæpa 15 tíma, en að göngufólk hafi verið misþreytt þegar henni hafi verið lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga