fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fókus

Kolbeinn útvegaði lengri matartíma í unglingavinnunni

„Þótti harla ólíklegt að einhver fjórtán ára strákskratti myndi ná þessu draumaskoti“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 11. maí 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Guðmundsson útvarpsmaður á RÚV á skonda sögu af því þegar hann starfaði sem flokkstjóri í unglingavinnunni fyrir rúmlega 12 árum. Komst hann þá í kynni við unglingspilt sem síðar átti eftir að verða framherji – og einn af markahæstu leikmönnum íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

Í opinni færslu á Facebook rifjar Kjartan upp þessi kynni:

„Sumarið 2004 vann ég sem flokksstjóri í unglingavinnunni, þar sem ég reyndi að fá fjórtán ára nemendur í Réttarholtsskóla til að hirða um beð, slá tún og mála veggi í nágrenni skólans með misjöfnum árangri. Oftast góðum, þó, því upp til hópa voru þetta vel upp alin og skemmtileg ungmenni, en stundum urðu þau þreytt eins og gengur og suðuðu um að fá að fara fyrr í mat eða kaffi. Við slík tilefni greip ég stundum til þess ráðs að setja upp einhvers konar keppni. Ef einhver af þeim hitti bolta ofan í körfu frá miðjum vellinum fengu þau auka tíu mínútur í kaffi, ef þau gátu þulið upp tíu höfuðborgir í Afríku máttu þau koma korteri síðar úr mat, o.s.frv. Kannski ekki skotheldar uppeldisaðferðir, en þetta virkaði ágætlega.

„Einn daginn vorum við svo að raka stórt tún við Fossvogsveginn, troða heyinu í poka og koma fyrir í þartilgerðum gámi, þegar leið að hádegi og nokkrir af krökkunum báru upp við mig mikilvægt erindi, sposkir á svip og leyndardómsfullir. Hvort ég væri til í að gera samning: bekkjarbróðir þeirra ætlaði að koma og freista þess að sparka fótbolta u.þ.b. fjörutíu metra leið, beint ofan í lítið gat á gámnum þar sem pokarnir fóru. Ef það tækist, fengju þau klukkutíma í mat í stað hálftíma. Ef ekki, fengju þau engan matartíma þann daginn. Ég samþykkti þetta kostaboð,“ segir Kjartan og bætir við að honum hafi þótt harla ólíklegt að einhver„ fjórtán ára strákskratti“ myndi ná þessu draumaskoti. Annað átti þó eftir að koma i daginn.

„Strákskrattinn var Kolbeinn Sigþórsson. Hópurinn minn fékk klukkutíma í mat þennan dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“
Fókus
Í gær

Kakan sem hún fékk var alls ekki kakan sem hún pantaði: „Það er eins gott að þetta sé brandari“

Kakan sem hún fékk var alls ekki kakan sem hún pantaði: „Það er eins gott að þetta sé brandari“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp þegar það var óvart henni að kenna að stjörnupar hætti saman

Rifjar upp þegar það var óvart henni að kenna að stjörnupar hætti saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiga von á þriðja barninu

Eiga von á þriðja barninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Metþátttaka á Stóra Kjörísdeginum – Yfir 20 þúsund gestir nutu ís, tónlistar og skemmtiatriða MYNDIR

Metþátttaka á Stóra Kjörísdeginum – Yfir 20 þúsund gestir nutu ís, tónlistar og skemmtiatriða MYNDIR