fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

Skúli hjálpar 3.700 konum að styrkja sig

Eitt stærsta líkamsræktarátak sem einn maður hefur staðið fyrir

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. mars 2016 18:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er búinn að vinna langt fram á nætur við að hjálpa þeim að skrá sig,“ segir einkaþjálfarinn Skúli Pálmason. Í gær, mánudag, byrjuðu hátt í þrjú þúsund íslenskar konur í ókeypis fjarþjálfunarátaki. Sjö konur af hverjum hundrað konum á aldrinum 18–40 ára skráðu sig til leiks, alls 3.700. Þegar DV ræddi við Skúla fyrir hádegi á mánudag höfðu um þúsund þeirra ekki brugðist við tölvupósti sem Skúli sendi út. Hann telur því að þátttakendur séu um 3.700 talsins, gróflega áætlað. Því er um að ræða eitthvert stærsta líkamsræktarátak sem einn einstaklingur hefur staðið fyrir.

Skúli hefur starfað sem einkaþjálfari í um sex ár, hefur ÍAK einkaþjálfarapróf og er lærður sjúkraþjálfari. Hann segist svo ánægður með þær móttökur sem hópeinkaþjálfunin Sterkar stelpur hefur fengið að hann hafi ákveðið að gefa til baka og halda ókeypis námskeið. Öllum var frjálst að skrá sig og fá þannig aðgang að ókeypis 12 vikna þjálfunarplani. Viðbrögðin létu ekki sá sér standa.

Skúli segir að um sé að ræða styrktaráætlun fyrir konur á aldrinum 18–40 ára. Vegleg verðlaun verða fyrir besta árangurinn en hann er ekki fólginn í þyngdartapi. Konurnar skila upplýsingum inn á vefsíðuna styrktarklubburinn.is um hversu mikið þær hafa bætt styrk sinn. Þá skiptir máli að vera virkur á samfélagsmiðlum og setja sér markmið. Í verðlaun er árskort í Reebok, mánuður í hópeinkaþjálfun, Reebok-skór, inneign í GÁP, fæðubótarefni, klipping og snyrtivörur. Því er til mikils að vinna.

Skúli viðurkennir að það sé mikil vinna fólgin í því að halda utan um skráningu um 3.000 þátttakenda en segist eiga von á því að úr álaginu dragi nú þegar keppnin er komin af stað. Skúli býður ýmist upp á prógramm fyrir þá þátttakendur sem eru byrjendur eða þá sem lengra eru komnir. Spurður hvað hann fái úr út þessu segist hann einfaldlega fá mikið út úr því að hjálpa fólki að ná árangri. Auk þess sé í þessu fólgin heilmikil auglýsing fyrir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum