fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fókus

Björk: „Flestir aldraðir hafa það mjög gott“

Björk Vilhelmsdóttir bendir á að aldraðir séu frekar fjársterkur hópur, eignalega séð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. febrúar 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er alltaf verið að tala um aldraða sem svo illa staddan hóp en stærstur hluti aldraðra í dag er í eigin húsnæði sem þeir keyptu áður en lán urðu verðtryggð. Lánin voru svo étin upp á verðbólgutímanum þannig að hvað eignir varða eru aldraðir mjög fjársterkur hópur þótt hann hafi kannski ekki úr miklu að spila í daglega lífinu, sérstaklega ekki þeir sem hafa bara tekjur úr almannatryggingakerfinu,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og félagsráðgjafi, í viðtali í helgarblaði DV. Hún bendir á að sá hópur sé rétt um 10 prósent aldraðra. „Við tölum oft eins og allir aldraðir séu í þeim hópi, sem er alveg fjarri lagi.“

Máli sínu til stuðnings vísar Björk til rannsókna um hagi eldri borgara sem gerðar eru á nokkurra ára fresti, sem Reykjavíkurborg, öldrunarráð og velferðarráðuneytið standa að. Í þessum rannsóknum, sem taka til tæplega 2.000 einstaklinga á aldrinum 67 til 87 ára, kemur ýmislegt áhugavert fram. Í síðustu rannsókn, frá árinu 2012, kom til að mynda fram að um 70 prósent svarenda höfðu sjaldan eða aldrei fjárhagsáhyggjur. Þrátt fyrir það töldu um 75 prósent af sama hópi að aldraðir þyrftu á fjárhagsráðgjöf að halda. Upp til hópa virðast aldraðir því telja að jafnaldrar þeirra hafi það töluvert verra en þeir sjálfir.

„Lítill hluti aldraðra hefur miklar fjárhagsáhyggjur. En auðvitað er það okkar að tala fyrir því að þeir aldraðir sem hafa bara tekjur af almannatryggingum og eða lítinn lífeyrissjóð hafi það betra. Þeir og öryrkjar áttu til dæmis að fá afturvirkar greiðslur eins og allir aðrir. En ég get ekki talað fyrir því að allir aldraðir eigi að hafa það betra, því ég veit hvernig staðan er. Flestir aldraðir hafa það bara mjög gott.“

Þetta er aðeins brot úr viðtalinu við Björk en hægt er að lesa það í heild sinni með því að smella á meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar myndir af Hilary Duff vekja athygli – Sögð komin með sömu kinnbein og Madonna

Nýjar myndir af Hilary Duff vekja athygli – Sögð komin með sömu kinnbein og Madonna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt sem þú þarft að vita um Ungfrú Ísland TEEN

Allt sem þú þarft að vita um Ungfrú Ísland TEEN
Fókus
Fyrir 5 dögum

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir