fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Geir var aldrei góður í fótbolta

Félagarnir sáu fljótlega að hann var betri í pappírsvinnunni – Fór ungur að þjálfa og dæma

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. janúar 2016 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þótt Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, lifi gjörsamlega og hrærist í knattspyrnu alla daga, allan daginn, og jafnvel á nóttunni líka, þá hefur hann sjálfur aldrei verið neitt sérstaklega góður í leiknum. Hann komst mjög snemma að því þegar hann spreytti sig með KR sem barn og unglingur.
Geir er fæddur og uppalinn í Vesturbænum og að sjálfsögðu gallharður KR-ingur. „Ég spilaði knattspyrnu með yngri flokkunum og dreymdi auðvitað um að spila fyrir liðið, en ég held að félagarnir hafi séð fyrir sér að ég yrði betri í pappírsvinnunni. Þegar menn voru farnir að biðja mig um að gera hitt og þetta utan vallar þá áttaði ég mig á því að ég væri líklega ekki í topp tuttugu. Ég byrjaði að þjálfa 16 ára gamall og fór fljótlega að dæma líka. Svo fór ég að taka þátt í starfsemi deildarinnar. Ég var varaformaður knattspyrnudeildar KR og framkvæmdastjóri. Ég starfaði mjög mikið að framgangi knattspyrnumála í KR í að minnsta kosti áratug, eða alveg til 1992, þegar ég fór inn í KSÍ.“
Geir segir það hafa komið sér vel eftir að hann hóf störf innan sambandsins að hafa bakgrunn í þjálfun og dómgæslu. Það hefur gefið honum betri innsýn.

Fyrir utan þá tvo vetur sem Geir kenndi stærðfræði, bæði við Menntaskólann á Laugarvatni og í Reykjavík, hefur hann eingöngu fengist við störf í tengslum við knattspyrnu. Sjálfur lauk hann stúdentsprófi af stærðfræðibraut MR og var mikill stærðfræðiheili. Það hefur komið sér vel í störfum hans fyrir KSÍ. „Það er gott að kunna aðeins á tölur. Ég hef allan þennan tíma komið að rekstri knattspyrnusambandsins. Þá er betra að vita muninn á plús og mínus,“ segir hann og hlær. Eftir stúdentsprófið byrjaði hann í Háskóla Íslands en fann sig ekki. „Fótboltinn togaði. Ég hefði kannski haft áhuga á því íþróttatengda námi sem núna er boðið upp á, en það var ekkert slíkt í boði á sínum tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli