fbpx
Föstudagur 18.september 2020
Fókus

Eitt glæsilegasta sumarhús landsins til sölu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. maí 2020 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt glæsilegasta sumarhús landsins er til sölu. Húsið er 184 fermetrar að stærð og stendur á 15.400 fermetra eignalóð. Á skipulagi hússins er gert ráð fyrir 200 m2 hesthúsi eða skemmu.

Eignin er skráð einbýlishús og er á Borgarbraut 4, Hellu. Brunabótamat hússins er 68,9 milljónir en eigendur hússins óska eftir tilboði. 

Eignin skiptist í hús á tveimur hæðum, gestahús, anddyri sem tengir húsin saman og tvö góð smáhýsi með rafmagni og hita.

Alls eru fjögur baðherbergi, tvö í húsinu, eitt í gestahúsinu og eitt í öðru smáhýsinu á pallinum. Það eru þrjú svefnherbergi, tvö stór á efri hæðinni og eitt á neðri hæð.

Það er 94 fermetra verönd með heitum potti og útsýni alla leið til Vestmannaeyja. Þessi eign er öll hin glæsilegasta og möguleiki á að kaupa hana með húsbúnaði að mestu. Frá því að núverandi eigendur tóku við húsinu hafa þau tekið eignina að mestu í gegn einnig klæddu þau bæði húsin með timburklæðningu að utan og einangruðu með steinull.

Eigendur lögðu mikið í eignina til að bjóða upp á lúxus og eru öll rúm nýleg og vönduð gisting fyrir allt að sautján manns.

Sjáðu myndirnar af glæsihýsinu.

                          

                     

Þú getur lesið nánar um eignina á vef Lind fasteignasölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ugla hjólar í einn frægasta rithöfund heims – „Þetta er ógeðslegt“

Ugla hjólar í einn frægasta rithöfund heims – „Þetta er ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi klámstjarna látin 24 ára að aldri – Skelfileg örlög heimsþekktra klámstjarna

Fyrrverandi klámstjarna látin 24 ára að aldri – Skelfileg örlög heimsþekktra klámstjarna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sex atriði sem gefa til kynna að þú sért gáfaðri en meðalmaðurinn

Sex atriði sem gefa til kynna að þú sért gáfaðri en meðalmaðurinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nadía og Lára stíga fram í fyrsta íslenska viðtalinu- „Ég eyddi 13 þúsund kalli í þessa drengi“

Nadía og Lára stíga fram í fyrsta íslenska viðtalinu- „Ég eyddi 13 þúsund kalli í þessa drengi“