fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fókus

Bauð dótturinni að borga fyrir frystingu eggja hennar – Dóttirin er 11 ára

Fókus
Föstudaginn 9. janúar 2026 12:30

Dax Shepard

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Dax Shepard ætlar greinilega að tryggja að hann eignist barnabörn því hann hefur þegar sagt dóttur sinni að hann muni greiða fyrir frystingu eggja hennar þegar hún verður 18 ára. 

Í hlaðvarpinu Armchair Expert á mánudag sagði leikarinn að 11 ára dóttir hans, Delta, hefði sagt spennt hún gæti ekki beðið eftir að eignast barn. Hann sagðist ekki vilja vera dómharður vegna óska hennar svo hann bauðst til að frysta egg hennar þegar hún yrði 18 ára.

„Hún segir að hún vilji eignast barn og ég sagði: „Hvenær heldurðu að þú eigir þitt fyrsta barn? Þegar þú verður 18 ára?“ Ég vil styðja hana í hverju sem er,“ útskýrði Shepard. „Ég vil ekki sá neinum fræjum þar sem ég sýndi dómhörku eða annaðr.“

Delta svaraði því neitaði að vilja eignast börn 18 ára gömul og giskaði Shepard því á að hún myndi hefja barneignir á aldrinum 35 til 45 ára og bauðst til að aðstoða dóttur sína við frjósemisferil hennar í framtíðinni.

„Ég sagði: ,Ef þú vilt, þá frystum við eggin þín þegar þú ert 18 ára. Ég borga fyrir að láta frysta eggin þín svo þú þurfir ekki að hugsa um það.‘“

Rökstuðningur Shepards er sá að hann veit að konur geta endað í baráttu þegar kemur að því að vilja verða mæður og hefja feril á sama tíma.

Fjölskyldan

Auk Delta á leikarinn 12 ára dóttur Lincoln, með eiginkonu sinni leikkonunni Kristen Bell. Hann segist meðvitaður um heppni sína og forréttindi og benti á að frysting eggja sé ekki eitthvað sem allir hafi kost á að gera.

Segir hann að Delta hefði talið 35 ára til að hefja barneignir rosalega gamalt. „Hún er 11 ára svo fyrir hana virðist þetta líklega vera 80,“ sagði hann í gríni. „Hún er að hugsa um miðjan tvítugsaldurinn.“

Shepard bætti við að hann viti að dóttir sín verður frábær mamma.

Hjónin hafa áður deilt nokkrum sögum um óhefðbundinn uppeldisstíl sinn.

Shepard hefur áður sagt í sama hlaðvarpi að þau ali dætur sínar upp sem „dónalegar“. Hann viðurkenndi að einn af nánum vinum hans hafi verið hneykslaður yfir því hvernig dæturnar fá að svara foreldrum sínum og jafnvel hverjum sem er.

Shepard hefur sagt að þau hjónin leyfi dætrum sínum að blóta. „Ég blóta alveg fyrir framan börnin mín. Þeim er heimilt að nota blótsyrði, ekki án refsingar.“ Hann útskýrði að dæturnar mættu blóta þegar þess þyrfti, en aðeins innan veggja heimilisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svaf hjá kærastanum og fyrrverandi á sama sólarhringnum – Nú er hún í vandræðum

Svaf hjá kærastanum og fyrrverandi á sama sólarhringnum – Nú er hún í vandræðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur segir að það séu fjórar reglur þegar kemur að því að bjarga hjónabandi

Sérfræðingur segir að það séu fjórar reglur þegar kemur að því að bjarga hjónabandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi