fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fókus

Nanna vill að árið 2026 verði árið þar sem við jörðum þessa umræðu

Fókus
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 13:00

Nanna Kaaber. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hélt í alvörunni að við værum á góðri leið með að útrýma þessu, en í staðinn virðist vera að verða veruleg afturför í þessum málefnum,“ segir íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Nanna Kaaber í aðsendri grein á vef Vísis.

Grein Nönnu hefur vakið talsverða athygli en í henni segist hún óska þess heitt og innilega að árið 2026 verði árið þar sem við jörðum útlitsdýrkun, megrunartal, fitufordóma og þá hugmynd að nota hreyfingu sem refsingu eða útlitsmótunartól.

„Staðan er sú að í dag lifum við í heimi samfélagsmiðla þar sem við erum stöðugt mötuð af alls kyns upplýsingum — mörgum jákvæðum, en allt of mörgum neikvæðum og beinlínis heilsuskaðandi. Börnin okkar eru einnig á góðri leið með að alast upp við síendurtekin neikvæð skilaboð, og við sem erum fullorðin berum ábyrgð,“ segir hún í grein sinni.

Hún bætir við að ákveðin afturför hafi orðið hvað þetta varðar og þess vegna sé þörfin fyrir brýningu meiri nú en nokkru sinni áður. Hún lætur síðan nokkra punkta fylgja með:

    • Útlit annarra kemur okkur ekki við.
    • Við erum eins misjöfn og við erum mörg og eigum ekki öll að líta eins út. Sama hversu líkur lífsstíllinn okkar er verðum við aldrei öll eins — því enginn er eins, sem betur fer.
    • Heilsa hefur ekki eitt ákveðið útlit. Hún ræðst af fjölmörgum þáttum, bæði líkamlegum, andlegum og félagslegum.
    • Hefðbundin megrun skilar yfirleitt ekki fyrirsjáanlegum eða varanlegum árangri og getur haft neikvæð áhrif á samband fólks við mat, líkama og sjálfsmynd. Heilbrigt samband við mat og hreyfingu er hins vegar heilsueflandi.
    • Að nota hreyfingu sem refsingu eða sem leið til að „bæta upp fyrir“ mat stuðlar sjaldnast að jákvæðu eða varanlegu sambandi við hreyfingu.
    • Að nota hreyfingu einungis sem tól til að breyta líkamanum sínum er heldur ekki líklegt til að gera hana að einhverju sem við stundum ævilangt.
    • Fitufordómar eru ekki væntumþykja né hvatning til betri heilsu. Við vitum í dag að líkamsþyngd og sjúkdómurinn offita eru flókin fyrirbæri sem mótast af mun fleiri þáttum en einfaldlega því að borða minna og hreyfa sig meira.
    • Útlit annarra kemur okkur ekki við.

Nanna segir að það sem við þurfum á að halda – og helst börnin okkar – sé sú sýn að hreyfing sé heilsueflandi. Markmið hennar sé að byggja upp styrk, líða vel, hafa meiri orku, byggja upp traust á eigin líkama og geta gert þá hluti sem okkur langar til að gera alla ævi.

„Við borðum næringarríkan og góðan mat til að efla heilsuna, styðja við líkamann, hafa orku, sofa vel og geta lifað lífinu með úrvals orku á tankinum. Við gerum okkur grein fyrir því að fólk er mismunandi og á að vera ólíkt. Útlit fólks, breytingar á líkamsþyngd eða líkamsformi koma okkur ekki við og eru ekki okkar að gera athugasemdir við. Getum við gert þetta saman?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sérfræðingur segir að það séu fjórar reglur þegar kemur að því að bjarga hjónabandi

Sérfræðingur segir að það séu fjórar reglur þegar kemur að því að bjarga hjónabandi
Fókus
Í gær

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Slökkviliðsmaður til 30 ára: Þetta áttu alls ekki að gera ef það kviknar eldur í bakaraofninum

Slökkviliðsmaður til 30 ára: Þetta áttu alls ekki að gera ef það kviknar eldur í bakaraofninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þá byrjaði það ferli og það má segja að það hafi breytt lífi mínu“

„Þá byrjaði það ferli og það má segja að það hafi breytt lífi mínu“