

Kári Egilsson heldur tónleika í Iðnó laugardagskvöldið 17. janúar klukkan 20. Á dagskrá er nýtt efni af plötu hans sem kemur út seinna á árinu en einnig lög af fyrri plötum hans tveimur, Palm Trees in the Snow sem kom út 2023 og My Static World sem kom út á síðasta ári. Öll lög og textar eru eftir Kára.
Hljómsveit Kára skipa Ívar Klausen, Friðrik Örn Sigþórsson, Bergsteinn Sigurðarson en einnig leikur Tumi Torfason trompetleikari með sveitinni. Ívar Klausen hitar upp með nokkrum lögum.
Kári er 23 ára. Hann hefur að auki gefið út djassplötuna Óróapúls. Hann stundar nú nám við hinn virta tónlistarháskóla Berklee College of Music í Boston.
Miðasala er á Tix.