fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fókus

Þetta eru verstu íslensku Facebook hóparnir – „Ég átti ekki til eitt aukatekið orð þegar ég sá hvað fólk lét út úr sér“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 10. janúar 2026 17:30

Finnst þér gaman að tuða á netinu? Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópar, eða grúbbur, á Facebook geta verið mjög hjálplegt og fallegt tæki fyrir fólk til að fá og skiptast á upplýsingum, sækja sér félagsskap eða stuðning eða bara spjalla um daginn og veginn. Þeir geta líka verið algjört eitur.

Á samfélagsmiðlinum Reddit fór fram umræða um hverjir væru verstu íslensku Facebook-grúbburnar. Sumar þeirra eru með mörg þúsund meðlimi. Héru nokkrar af þeim sem nefndar voru.

 

Stjórnmálaspjallið

„Ég man þegar þessi hópur var tiltölulega nýr og ég joinaði bara uppá gamanið. Ég átti ekki til eitt aukatekið orð þegar ég sá hvað fólk lét út úr sér.“

Kynþáttahatarar vaða uppi í sumum spjallgrúbbum. Mynd/Getty

Ísland Þvert á flokka

„Stærsti bergmálshellir sem ég hef nokkurntíma séð á Íslandi. Ég er þarna inni bara til að hate lesa. Oft búinn að skrifa comment en eyði því svo áður en ég ýti á send því ég nenni ekki að fara að rífast við þessa klikkhausa.“

 

Málvöndunarþátturinn

„Svona hópur þar sem boomerar nöldra um málfræði og stafsetningu hjá fjölmiðlum.“

 

Handóðir prjónarar

„Sérstaklega af því að sumar eldri konurnar sem eru þar inni eru rosalegar og verða að tjá sig um allt og ekkert. Þær geta verið svakalegar í skítkastinu.“

Eitraður prjónaskapur? Mynd/Wikipedia

Borgarlína – Umræða

„Admin er gamall umferðarverkfræðingur sem elskar að básúna einlægt hatur sitt á verkefninu og kæfir alla umræðu sem honum er ósammála.“

 

Góða systir 

„Allar að auglýsa góðverk sem þær höfðu gert eða framlög til góðgerðarmála. Ef þú þarft að auglýsa það góða sem þú gerir, þá er það ekki góðverk að mínu mati.“

Á maður að þegja yfir góðverkum eða er í lagi að monta sig af þeim? Mynd/Pexels

Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu

„Um daginn var t.d. einhver að halda því fram að ef kona sér um allan jólaundirbúning heimilisins án hjálpar frá maka þá sé hann að beita hana ofbeldi.“

 

Loftlagsbreytingar

„90% samsæriskenningar og MAGA bull.“

 

Kvikmyndaàhugamenn

„Unofficial Jordan Peterson fan club íslands.“

Það er ekki ráðlagt að pirra skotveiðimenn. Mynd/Vilhelm

Skotveiðispjallið

„Tuð, neikvæðni og almenn leiðinlegheit.“

 

Hundasamfélagið

„Þegar ábyrgðarlausir/vanhæfir eigendur eru með stæla.“

Hundar eru oft betri en eigendur sínir.

Rauði þráðurinn

„GSE (Gunnar Smári Egilsson) fanclub.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ætla að halda áfram að láta alla drauma litlu Írisar rætast“

„Ætla að halda áfram að láta alla drauma litlu Írisar rætast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þau eru tilnefnd til Leikara-verðlaunanna

Þau eru tilnefnd til Leikara-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn