

Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt hefur tekið við sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu ASK Arkitektar. Áður starfaði hún sem arkitekt og umhverfisfræðingur hjá Stúdíó Jæja.
Hildur er með Instagram-síðuna hvasso_heima sem nýtur mikilla vinsælda.
„Það er mér heiður að taka við sem framkvæmdastjóri hjá @askarkitektar, arkitektastofu með 40 ára sögu. Það hefur verið lærdómsríkt að vinna með svona hæfileikaríku teymi síðustu mánuðina og ég hef heillast af metnaðinum þeirra fyrir gæðum í arkitektúr og skipulagi. Fyrirtækið mun halda áfram að skapa framúrskarandi arkitektúr og ég hlakka til að vinna með okkar frábæra teymi inn í framtíðina. Það verður ótrúlega gaman að sýna frá öllum þeim spennandi verkefnum sem stofan er að vinna að á næstunni.”
View this post on Instagram