

Söngkonan Móeiður Júníusdóttir eða Móa sendir frá sér nýtt lag í dag.
Í laginu sameinar hún krafta sína á ný með lagahöfundinum Gunnari Inga Guðmundssyni og Bjarka Jónssyni sem vann með henni að sólóplötu hennar sem kom út hjá bandaríska útgáfufyrirtækinu Tommy Boy Records rétt fyrir aldamótin 2000. Útkoman er lagið The End of the Tunnels sem ber með sér keim af nostalgísku rafpoppi í hljóðheimi en andlegum undirtón í textasmíð Móu. Upptökustjórn var í höndum Stefáns Arnar Gunnlaugssonar. Lagið er nú aðgengilegt á helstu streymisveitum.