

Það vakti athygli í nóvember þegar Haley Baylee, samfélagsmiðlastjarna og fyrrum sundfatafyrirsæta Sports Illustrated, opinberaði að typpastærð Matts hafi gert út um hjónaband hennar og verið „stærsti“ þátturinn.
Sjá einnig: Fær 6 stafa tilboð eftir að fyrrverandi opinberaði reðurstærðina
Í kjölfarið var greint frá því að Matt hefði fengið tilboð upp á 300 þúsund dollara frá CamSoda, vefsíðu sem selur kynlífsmyndefni.
Matt virðist ekki hafa verið hlátur í huga og hefur hann ákveðið að stefna sinni fyrrverandi vegna málsins og krefst hann 75 þúsund dollara í bætur, hátt í tíu milljóna króna.
TMZ greinir frá því að hann hafi orðið fyrir miklu ónæði vegna málsins. Haley hefði opnað sig um mjög „persónulegt“ málefni sem hefði ekki átt erindi í opinbera umræðu. Þá hefði ný eiginkona hans, Keilani Asmus, orðið fyrir ónæði og fengið ógrynni óviðeigandi skilaboða.