fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fókus

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína

Fókus
Mánudaginn 25. ágúst 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú saga gengur fjöllunum hærra að Harry Bretaprins sé að undirbúa gerð heimildarmyndar um móður sína heitna, Díönu prinsessu. Er efni myndarinnar lýst þannig að „sprengjum“ verði varpað. Allt verði látið flakka og ekkert dregið undan. Harry mun hins vegar hafa verið varaður við að gera myndina með þessum efnistökum enda geti það verið „hættulegt“.

Mirror greinir frá þessu. Samkvæmt sögusögnum á heimildarmyndin að vera hluti af samstarfi Harry og eiginkonunnar Meghan við efnisveiturisann Netflix en tilkynnt var nýlega um nýjan samning fyrirtækisins við hjónin.

Verði virkilega af gerð myndarinnar mun stefnan vera sú að frumsýna hana árið 2027 þegar 30 ár verða liðin frá dauða Díönu.

Heimildarmaður innan kvikmyndaiðnaðarins fullyrðir hins vegar að Netflix muni aldrei samþykkja gerð myndarinnar og hvað þá sýna hana.

Prinsinn og efnisveitan hafa hvorugt staðfest að myndin sé í vinnslu. Richard Fitzwilliams sérfræðingur í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar segir að ef myndin verði gerð með þessum efnistökum séu sættir milli Harry og konungsfjölskyldunnar útilokaðar og það sé mesta hættan við myndina.

Fitzwilliams segir hins vegar ljóst að móðir Harry hafi verið honum afar kær og því sé afar skiljanlegt að hann vilji gera heimildarmynd í þessum anda um hana. Harry hafi hins vegar gefið til kynna að hann vilji sættast við fjölskyldu sína eftir deilur og stirð samskipti undanfarinna ára. Geri hann heimildarmynd með þessum efnistökum sé hins vegar ljóst að veruleg hætta sé á að allar sáttaumleitanir fari út um þúfur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands