fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
Fókus

Bróðir Áslaugar Örnu keypti æskuheimili þeirra

Fókus
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 18:30

Magnús og eiginkona hans hafa keypt æskuheimili systkinanna af föður þeirra, Sigurbirni Magnússyni, og stjúpmóður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Sigurbjörnsson sem einna þekktastur er fyrir að vera bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns og fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlum að hann hafi ásamt eiginkonu sinni, Aðalbjörgu Guðmundsdóttir, keypt æskuheimili þeirra systkina af föður þeirra og stjúpmóður.

Magnús hefur tekið virkan þátt í stjórnmálabaráttunni sem bakhjarl og ráðgjafi systur sinnar. Magnús hefur síðan árið 2023 starfað sem forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Um er að ræða einbýlishús við Bleikjukvísl í Ártúnsholti. Magnús greinir frá því í færslunni að fjölskyldan hafi flutt í húsið þegar hann var 10 ára en Magnús er þremur árum eldri en Áslaug Arna og því hefur hún væntanlega verið sjö ára. Systkinin eru bæði á fertugsaldri og hafa síðustu ár búið hvort í sinni íbúðinni í sama fjölbýlishúsinu í miðborg Reykjavíkur. Áslaug Arna flutti hins vegar nýlega til New York í Bandaríkjunum þar sem hún verður við nám næstu mánuði. Magnús og kona hans Aðalbjörg eiga tvö börn og hann segir í færslunni að síðasta sumar þegar Aðalbjörg gekk með yngra barnið hafi blasað við að breytinga væri þörf:

„Við sáum að það gengi ekki alveg að vera með tvö börn í einu svefnherbergi í miðbæ Reykjavíkur. Eftir að hafa skoðað allskonar og til að gera langa sögu stutta kom sú hugmynd upp hvort pabbi og Hlíf ættu ekki bara að selja okkur Bleikjukvíslina. Það gekk upp og við fluttum inn síðasta sumar.“

Þar á Magnús við föður þeirra systkina Sigurbjörn Magnússon lögmann og stjórnarformann Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, og stjúpmóður þeirra, Hlíf Sturludóttur.

Aðlögun

Magnús segir að eftir 13 ára búsetu í miðborg Reykjavíkur hafi hann þarfnast töluverðar aðlögunar við að flytja aftur á æskuheimilið en hann hafi þó einnig lært ýmislegt:

„Við máluðum allt og fórum í alls kyns viðhald sem maður fær að kynnast sem húseigandi. Ég veit núna ýmislegt um þrýsting á heitu vatni, grasfræ, háþrýstitæki, epoxy og fúguleka – hlutir og orð sem ég vissi ekki að væru til fyrir ári síðan.“

Magnús segir að lokum ekki spilla fyrir að nágranni fjölskyldunnar sé hin systir hans, Nína Kristín:

„Það er ótrúlega gaman að hafa hana nálægt sér og að geta verið meira með Nínu enda er hún mikill gleðigjafi.“

Sjáist færslan ekki er ráð að hlaða síðuna aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi aðstoðarkona Katrínar sópar Markle af samfélagsmiðlum um leið og hún segir starfinu lausu

Fyrrverandi aðstoðarkona Katrínar sópar Markle af samfélagsmiðlum um leið og hún segir starfinu lausu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gæsahúð og góðar minningar

Gæsahúð og góðar minningar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Syrgir móður sína

Syrgir móður sína
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jennifer Lopez svarar aðdáanda eftir fjóra skilnaði

Jennifer Lopez svarar aðdáanda eftir fjóra skilnaði
Fókus
Fyrir 6 dögum

Birta og Króli eiga von á dreng

Birta og Króli eiga von á dreng