fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Hafði ekki hugmynd um hvað Anna yrði stór

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 7. júní 2025 10:30

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur getið sér gott orð sem söng- og leikkona í gegnum árin og hefur hún starfað við talsetningu um árabil. Margir þekkja rödd hennar úr vinsælu Disney-myndinni Frozen, en þar ljáði hún prinsessunni Önnu rödd sína.

Þórdís segir að þegar hún sótti um hlutverkið hafði hún ekki hugmynd um hversu stórt þetta yrði, en Frozen og Frozen II eru tvær af vinsælustu barnamyndum Disney.

Hún ræðir nánar um þetta í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér í heild sinni, eða hlustaðu á Spotify.

video
play-sharp-fill

„Það er yfirleitt þannig með svona stórar myndir, eins og frá Disney og Dreamworks, að þá eru alltaf prufur og þær eru sendar út og það eru erlendir aðilar sem að samþykkja hvort þú fáir hlutverkið eða ekki. Og Frozen, ég man ekki hvaða ár þetta er, þetta er svo langt síðan,“ segir hún.

Frozen kom út árið 2013. „Ég var ekkert búin að talsetja af viti þegar ég fékk þetta hlutverk. Þetta var eiginlega smá óvart að ég fór í prufu.“

Félagi Þórdísar stakk upp á því að hún myndi sækja um. „Ég vissi ekki neitt, ég vissi ekkert hvaða mynd þetta var eða hversu stór hún væri eða neitt.“

Nokkrum vikum seinna fékk Þórdís skilaboð að hún hafi fengið hlutverkið og stökk hún beint í djúpu laugina.

„Ég hafði ekki hugmynd um að þetta yrði svona stór mynd,“ segir hún.

Hún ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig: Þórdís Björk einlæg um móðurhlutverkið: „Það ætlar enginn að eiga fyrsta barnið sitt og vera einn eða upplifa sig einan“

Fylgdu Þórdísi á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Í gær

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Í gær

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Í gær

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“
Hide picture