fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fókus

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 8. maí 2025 09:30

Fanney Skúladóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fanney Skúladóttir, markaðsstjóri, hóf mikla sjálfsvinnu þegar yngsta barnið hennar var eins árs og ef hún ætti að velja eina bók til að mæla með fyrir aðra í sömu hugleiðingum, þá segir hún BLA vera málið.

Fanney varð móðir ung, átján ára gömul. Áratugur leið þar til hún eignaðist annað barn, en hún eignaðist tvær stúlkur með árs millibili. Fanney, sem var gestur í Fókus, viðtalsþætti DV, segir að hún hafi týnt sér í móðurhlutverkinu en með sjálfsvinnu fann hún sig á ný.

Sjá einnig: Týndi sér í móðurhlutverkinu:„Ég fann að ég þyrfti núna að staldra aðeins við og hugsa hvað vil ég, hver er ég“

video
play-sharp-fill

 Brotið hér að ofan er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

„Það er ein bók sem ég mæli með að fólk lesi, Lífsreglurnar fjórar,“ segir Fanney og bendir á að bókin er bæði til á ensku og íslensku, og einnig sem hljóðbók.

Lífsreglurnar fjórar – Forlagið bókabúð

„Ég mæli með henni. Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu. Það er til dæmis talað um mikilvægi þess hvernig þú hugsar til sjálfs þíns. Orðin þín, bara hvað þú segir við sjálfan þig, þetta byrjar allt hjá þér,“ segir Fanney.

„Líka bara í kringum þig, hvernig þú talar við fólk í kringum þig. Líka þetta með álit annarra, ekki láta það trufla sig og taka engu persónulega. Ef þú ert í einhverjum aðstæðum þar sem að einhver segir eitthvað sem truflar þig, sem er ekki endilega beint til þín, en þú ræður svolítið hvernig þú tekur hlutunum. Hvort þú takir hlutum inn á þig, hvernig þú túlkar orð annarra og hvort þau hafi áhrif á þig. Það er svo ótrúlega magnað þegar maður áttar sig á því hversu vel þú stjórnar huganum þínum sjálf. Þá getur margt gott gerst.“

Fylgdu Fanneyju á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi
Hide picture