Tónlistarmaðurinn og kennarinn Svavar Elliði Svavarson kom nýlega heim frá Istanbúl í Tyrklandi, þar sem hann gekkst hann undir hárígræðslu á höfði.
Svavar ákvað frá upphafi að hann ætlaði að vera opinn með ferlið, en það virðist vera að slík fegrunaraðgerð sé mjög tabú að tala um, þrátt fyrir að virðast vera nokkuð vinsæl.
Brotið hér að neðan er hluti af nýjasta þætti af Fókus, viðtalsþætti DV. Það er hægt að horfa á hann allan í heild sinni hér, eða hlusta á Spotify.
„Mig langaði bara að kynna fólki fyrir þessu. Ég hef líka gaman af því að segja frá einhverju svona,“ segir hann og hlær.
„Ég var eitthvað að grennslast um þetta og það eru mjög margir leikarar úti í heimi sem eru búnir að fara í þetta, eins og David Beckham, Ronaldo, Tom Hanks, Sylvester Stallone og allir þessir frægu. Kim Kardashian fór í þetta.“
Fylgdu Svavari Elliða á Instagram en þar mun hann leyfa áhugasömum að halda áfram að fylgjast með bataferlinu. Hann birti myndir frá Tyrklandi sem má sjá í Highlights undir Tyrkland 2025.