Tónlistarmaðurinn Jógvan Hansen auglýsti í dag eftir forláta gítars sem fór í viðgerð fyrir 12 árum eða meira. Sagðist hann sakna gítarsins og auglýsti á Facebook eftir hvar hann væri niðurkominn.
„Kæra Facebook. . . Einu sinni átti ég fallegan Taylor gítar. Hann brotnaði og kom í hendurnar á öðru fólki (gegnum tryggingarnar ) sem fóru með hann í viðgerð. Nema hvað ég sé svo eftir að eiga hann ekki lengur og man ekki heldur hver það var sem að fékk hann. Hitti þó mannin sem fékk hann, fyrir svona 12 árum síðan sem sagði mér að hann var búinn að gefa pabba sínum gítarinn. Sem er dásamlegt! Engu síður væri ég til í að fá að tala við hann sem á hann í dag.Er einhver hér sem veit ? Þetta X sem fylgir myndini er frá því að ég var í pólitik…“
Segir Jógvan með gamansömum hætti á Facebook og birtir með mynd af sér með gítarinn þegar hann keppti í og sigraði X-Factor söngvakeppnina árið 2007.
Eftir nokkra klukkutíma sagði Jógvan gítarinn fundinn.