fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fókus

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Fókus
Mánudaginn 28. apríl 2025 15:30

Flugferð frá Íslandi til Póllands í desember leiddi til örstuttra kynna pólskrar konu og íslensks karlmanns en hann hefur æ síðan verið konunni afar hugleikinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í umræðuhópnum Visiting Iceland á samfélagsmiðlinum Reddit leitar ónefndur einstaklingur upplýsinga, að sögn fyrir hönd pólskrar vinkonu sinnar, um íslenskan mann í appelsínugulum jakka sem varð á vegi vinkonunnar fyrir nokkrum mánuðum en maðurinn hefur greinilega heillað vinkonuna sem getur víst ekki hætt að tala um hann.

Einstaklingurinn sem skrifar innleggið á Reddit er væntanlega frá Póllandi líka. Samkvæmt innlegginu voru maðurinn og konan bæði farþegar í flugi frá Íslandi til Katowice í Póllandi 20. desember síðastliðinn en eina flugfélagið sem þetta getur átt við um er Wizz Air. Ritari innleggsins óskar eftir því að komast í samband við manninn en frásögnin af kynnum hans og vinkonunnar hljóðar svo:

„Vinkona mín týndi símanum sínum á flugvellinum og hitti íslenskann mann í appelsínugulum jakka sem var svo góður að koma símanum aftur til hennar. Ef svo vill til að hann sér þetta og man eftir þessu segið honum að hann geti haft samband hér. Það væri gott fyrir okkur öll að heyra í honum því vinkona mín hættir ekki að tala um hann og það er að alveg að fara með okkur öll hérna í Póllandi.“

Miðað við samhengi innleggsins áttu þessi samskipti mannsins og konunnar sér stað á flugvellinum í Katowice en það er þó ekki fyllilega skýrt að það hafi ekki verið í Leifsstöð áður en flogið var af stað til Póllands.

Hvort þetta innlegg verður til þess að þessi pólska kona komist aftur í samband við íslenska manninn í appelsínugula jakkanum getur tíminn einn leitt í ljós.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gallabuxnaauglýsing kynbombunnar sögð vera nasistaáróður

Gallabuxnaauglýsing kynbombunnar sögð vera nasistaáróður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svavar Knútur átti íslenskustu stund lífs síns – „Vinur minn er að mæta í kaffi með egg og fötu af kjúklingaskít“

Svavar Knútur átti íslenskustu stund lífs síns – „Vinur minn er að mæta í kaffi með egg og fötu af kjúklingaskít“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur
Fókus
Fyrir 6 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld