Svokölluð helgarhjónabönd eða skilnaðarhjónabönd eru farin að ryðja sér til rúms í Japan og farin að njóta nokkurra vinsælda. Um er að ræða fyrirkomulag þar sem fólk er gift en býr í sitthvoru lagi og hittist kannski aðeins 1-2 í hverri viku, jafnvel þó börn séu í spilinu.
Fólk sem tekur upp þennan lífsstíl gerir það út af því að það þráir meiri frítíma og stundum vegna þess að dagleg rútína parsins, til að mynda vegna vinnu, samrýmist illa. Þá eru margir á því að þeir séu mun hrifnari af makanum með því að hitta viðkomandi bara endrum og eins frekar en öllum stundum.
Gallarnir eru hins vegar aukin fjárútlát við að halda tvö heimili og ýmiskonar samskiptavandamál, til að mynda vegna afbrýðissemi.
Japanir eru hins vegar frekar íhaldssamir varðandi hefðbundið hlutverk kynjanna og margir líta því helgarhjónabönd horn auga. Ólíklegt verður því að teljast að fyrirkomulagið komi til með að njóta almennra vinsælda þó vissulega hljómi það freistandi, að minnsta kosti stundum.