fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fókus

Fjölskyldudrama hjá Íslandsvininum en dóttirin deilir opinberlega við verðandi tengdamóður – „Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum“

Fókus
Mánudaginn 1. desember 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er veisla framundan hjá Íslandsvininum og stjörnukokkinum Gordon Ramsay, en dóttir hans Holly er að ganga í það heilaga með unnusta sínum, Adam Peaty, um jólin. Undirbúningurinn hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig.

Breskir miðlar hafa greint frá því að móðir Adams, Caroline, hafi verið útilokuð frá viðburðum tengdum brúðkaupinu. Þetta hefur valdið töluverðu fjaðrafoki og særindum meðal ættingja Adams. Um daginn var bróðir Adams, James, handtekinn eftir að hann sendi bróður sínum ógnandi skilaboð þegar steggjunin fór fram. Fjölskyldumeðlimir hafa svo svakað verðandi brúðarhjónin um að vera hégómagjörn fyrir að útiloka Caroline út af útliti hennar.

Adam neyddist til að senda frá sér yfirlýsingu vegna frétta um málið.

„Fréttaflutningurinn hefur verið nær alfarið einhliða og í mörgum tilvikum óhóflegur og ágengur,“ sagði Adam og bætti við að það hafi reynst honum og unnustu hans þungbært að lesa fréttirnar vitandi að heimildarmenn miðlana koma úr fjölskyldu Adams.

Adam tekur fram að þeir sem þekkja til hans vita að hann vilji gera heiminn betri og sé sífellt að leita leiða til að verða betri maður, faðir, vinur og íþróttamaður.

„Við biðjum ekki um samúð, við viljum bara að fólk sé meðvitað um að það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum.“

Ekki boðið í gæsunina

Adam er íþróttamaður og hefur meðal annars keppt á Ólympíuleikunum í sundi. Holly starfar sem áhrifavaldur. Þau byrjuðu saman fyrir rúmum tveimur árum.

Dramað virtist við fyrstu sýn eiga rætur að rekja til þess að Caroline var ekki boðið í gæsun Holly. Holly birti myndir frá gæsuninni á samfélagsmiðlum og var þar með systrum sínum, móður og systur Adams. Þetta fannst fjölskyldu Adams vera argasta móðgun enda ljóst að Caroline var höfð út undan, sérstaklega þegar síðar kom í ljós að Adam hafði boðið föður Holly, Gordon Ramsay, í steggjunina sína.

Frænka Adams skrifaði á samfélagsmiðlum til Holly:

„Ég er glöð að heyra að gæsunin var frábær. Sem verðandi brúður áttu það skilið. Sem manneskja varstu hins vegar útilokandi og særandi í garð konu sem ég hef elskað og elska enn heitt. Konu sem hefur opnað heimili sitt og hjarta fyrir þér. Þú ákvaðst, fyrir einhverja ástæðu, að bjóða henni ekki, verðandi tengdarmóður þinni, í gæsunina þína en samt bauð Adam tengdarföður sínum, föður þínum, í steggjunina sína. Þú bauðst móður þinni (með réttu) og jafnvel aðstoðarmanneskju hennar, systrum þínum, vinkonum, frænku minni, en ekki systur minni, verðandi tengdarmóður þinni.

Ég hef líka séð skilaboð sem hafa gengið milli hennar og Adams um þetta og önnur mál og til að vera hreinskilin þá bjóst ég við meiru frá þér, og þá sérstaklega frá Adam. Þú hefur valdið systur minni særindum sem mun taka langan tíma að gróa, ef nokkurn tímann.“

Caroline tjáði sig sjálf með óræðum hætti og birti á Instagram texta þar sem stóð:

„Að gráta er hvernig augun þín tala þegar munnur þinn getur ekki tjáð hversu brotið hjartað þitt er.“

Í annarri færslu skrifaði hún: „Fólkið sem ég elska er fólkið sem særir mig mest. Þegar þú elskar einhvern þá verndaru þann aðila frá sársauka en veldur honum ekki sjálfur.“

Lætur dramað ekki eyðileggja brúðkaup dóttur sinnar

Að sögn The Standard mun Adam hafa tilkynnt móður sinni að hún muni ekki sjá fimm ára son hans, George, aftur eða þau börn sem hann mögulega mun eignast í framtíðinni.

„Caroline er niðurbrotin út af þessum deilum og veit ekki hvað hún gerði af sér. Samskipti Adams við móður hans og föður hafa aldrei verið jafn slæm og nú ætlar hún ekki að mæta í brúðkaupið,“ sagði heimildarmaður.

Caroline mun hafa verið spennt fyrir brúðkaupinu og boðið fram aðstoð sína við undirbúning, en aðstoðin var afþökkuð.

„Caroline er í molum og er algjörlega miður sín yfir að þetta skuli vera svona.“

Eini fjölskyldumeðlimur Adams sem mun mæta í brúðkaupið er systir hans Bethany. Systir Caroline hefur tjáð sig við fjölmiðla og segir málið sorglegt. Hún telur að það sé verið að refsa systur hennar fyrir að hafa misst af fjölskylduferð fyrr á þessu ári, en hún missti af lestinni sem átti að ferja hana til fundar við son sinn og fjölskyldu.

„Caroline og Mark [faðir Adams] fórnuðu öllu fyrir Adam og svona launar hann þeim það. Þegar ég segi eitthvað á miðlum hennar [Holly] er mér hótað afleiðingum. Ég er bara að benda á sannleikann og læt ekki þagga niður í mér.“

Heimildarmaður segir að Gordon ætli ekki að láta þetta drama eyðileggja brúðkaup dóttur sinnar. Hann mun hafa fengið almannatengla sína til að taka málið í sínar hendur og ætlar ekki að taka því þegjandi og hljóðalaust að dóttir hans sé að verða fyrir barðinu á ófrægingarherferð á samfélagsmiðlum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vara við kynlífstrendi sem er vinsælt í desember – „Snjókarlinn“ ekki hættulaus

Vara við kynlífstrendi sem er vinsælt í desember – „Snjókarlinn“ ekki hættulaus
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikarinn fagnar bráðum 100 ára afmæli og segir að lykilinn að langlífi sé að forðast þetta tvennt

Leikarinn fagnar bráðum 100 ára afmæli og segir að lykilinn að langlífi sé að forðast þetta tvennt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segist vera að þrauka á þessum erfiðu tímum

Segist vera að þrauka á þessum erfiðu tímum
Fókus
Fyrir 5 dögum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín