fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Prinsessur og prakkarar verða í Bókakonfekti kvöldsins

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld kl. 20 í bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39 Reykjavík og í beinu streymi.

Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft. Léttar veitingar í boði, bóksala á staðnum og höfundar lesa og árita bækur.

Dagskrá hefst kl. 20:00 en húsið opnar 19:30 og hægt verður að koma sér vel fyrir og jafnvel tryggja sér eintak af vel völdum bókum fyrir lestra.

Þau sem lesa í kvöld eru:

Joachim Schmidt – Ósmann

Sigrún Alba Sigurðardóttir- Þegar mamma mín dó

Tómas Zoega – Vélhundurinn Depill

Gunnar Helgason – Birtingur og símabannið mikla

Sigríður Þorgrímsdóttir – Piparmeyjar

Sigríður Pétursdóttir – Hefnd Diddu Morthens

Arndís Þórarinsdóttir – Morð og messufall

Guðmundur Andri Thorsson – Dans Jaðrakansins

Kristján Jóhann Jónsson – Prinsessur og prakkarar

Streymið er hér fyrir neðan og hefst rétt fyrir kl. 20.

Verið hjartanlega velkomin á þriðja Bókakonfekt ársins í Bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39, fimmtudagskvöldið 20. nóvember!

Viðburður á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?