

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld kl. 20 í bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39 Reykjavík og í beinu streymi.
Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft. Léttar veitingar í boði, bóksala á staðnum og höfundar lesa og árita bækur.
Dagskrá hefst kl. 20:00 en húsið opnar 19:30 og hægt verður að koma sér vel fyrir og jafnvel tryggja sér eintak af vel völdum bókum fyrir lestra.
Þau sem lesa í kvöld eru:
Joachim Schmidt – Ósmann
Sigrún Alba Sigurðardóttir- Þegar mamma mín dó
Tómas Zoega – Vélhundurinn Depill
Gunnar Helgason – Birtingur og símabannið mikla
Sigríður Þorgrímsdóttir – Piparmeyjar
Sigríður Pétursdóttir – Hefnd Diddu Morthens
Arndís Þórarinsdóttir – Morð og messufall
Guðmundur Andri Thorsson – Dans Jaðrakansins
Kristján Jóhann Jónsson – Prinsessur og prakkarar
Streymið er hér fyrir neðan og hefst rétt fyrir kl. 20.
Verið hjartanlega velkomin á þriðja Bókakonfekt ársins í Bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39, fimmtudagskvöldið 20. nóvember!