fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 2. nóvember 2025 14:30

David Bryan hljómborðsleikari, Jon Bon Jovi söngvari og Tico Torres trymbill. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokksöngvarinn og hjartaknúsarinn Jon Bon Jovi mun stíga aftur á stokk með hljómsveit sinni á næsta ári í fyrsta sinn eftir erfiða aðgerð á raddböndum. Slegist verður um miðana.

Bon Jovi, sem er ein af stærstu rokkstjörnum samtímans, glímdi lengi við erfiðleika tengda raddböndum og öndunarfærum. Að lokum fór hann í aðgerð á raddböndum árið 2022.

Af þessum sökum hefur tónleikahald verið í lágmarki undanfarin ár. Ef hann hefur komið fram yfir höfuð þá hafa það gjarnan verið stuttir og látlausir tónleikar.

Í Bandaríkjunum og Evrópu

Nú hefur hins vegar verið tilkynnt um tónleikaferðalag hjá Bon Jovi, beggja vegna Atlantsála, árið 2026. Enn þá hafa aðeins verið tilkynntir sjö tónleikar, en búist er við því að það bætist við túrinn.

Um miðjan júlí leikur sveitin á fernum tónleikum í Madison Square Garden í New York og í lok ágúst og byrjun september í Edinborg, Dublin og London. Eru síðastnefndu tónleikarnir á sjálfum Wembley leikvanginum.

Sjá einnig:

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Aðgerðin á raddböndunum mínum og endurhæfingin var vel skjalfest ferðalag sem átti sér stað þegar ég gaf út plötuna „Forever“ í júní 2024,“ sagði Bon Jovi. „Ég söng nógu vel í upptökustúdíóinu, en kröfurnar og álagið sem fylgir tónleikaferðalögum var samt utan seilingar. Án þess að geta farið í tónleikaferðalög eða kynnt plötu sem við vorum öll mjög stolt af, ákvað ég að leita til vina til að hjálpa mér á erfiðum tímum. Allt frábærir söngvarar, listamenn og líka bara frábært fólk.“

Heitar lummur

Miðarnir hafa rokselst í forsölu og talið er að færri komist að en vilji. Bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu.

„Ég var í biðröðinni í 10 mínútur, gekk strax í röðina og þá voru 38.651 manns fyrir framan mig,“ sagði einn vongóður aðdáandi sem vildi kaupa miða.

„Það voru 147 þúsund fyrir framan mig í röðina á Wembley og 70 þúsund í Murrayfield (í Edinborg),“ sagði annar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því