

Þriðja bók Ragnheiðar Jónsdóttur, Sleggjudómur, er nýkomin út. Ragnheiður hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir frumraun sína, Blóðmjólk.
Málavextir eru vinsælir fréttaskýringarþættir í sjónvarpinu í umsjón Ernu, Daníels og Friðriku. Þar fjalla þau um ýmis málefni líðandi stundar og starfa í þágu samfélagsins. Ekki eru þó allir sammála um að málin eigi erindi við alþjóð og því eru viðmælendur missamvinnuþýðir – og sumir jafnvel hættulegir.
Morguninn eftir brúðkaupsveislu samstarfskonu þeirra á fréttastofunni finnst Erna liggjandi í blóði sínu og skammt frá henni morðvopnið, blóði drifin sleggja. Ótal spurningar vakna hjá hennar nánustu. Hvað gerðist, hver vildi henni svo illt og hvers vegna?

Útgáfuhóf bókarinnar fer fram á miðvikudag kl. 17 í Bíó Paradís, sjá viðburð á Facebook hér.
Hér getur þú lesið fyrsta kafla bókarinnar.