fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fókus
Mánudaginn 17. nóvember 2025 20:30

Fjölskyldan dansaði við Skógafoss.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollensk hjón og tvö börn þeirra fóru nýlega til Íslands. Eiginkonan segir frá því á Reddit að þetta hafi þau gert í kjölfar þriggja dauðsfalla í fjölskyldunni á þessu og síðasta ári. Á Íslandi hafi þeim hins vegar tekist að finna fyrir gleði á ný.

Konan segir að fyrst hafi 18 ára gamall sonur systkinis eiginmanns hennar tekið eigið líf. Innan við ári síðar hafi tengdamóðir hennar fallið frá af völdum krabbameins. Konan telur líklegt að tengdamóðir hennar hafi einfaldlega misst lífsviljann eftir sjálfsvíg barnabarnsins. Annar frændi, aðeins sex ára gamall, hafi síðan dáið vegna veikinda. Öll þessi dauðsföll hafi átt sér stað á innan við ári.

Eftir þetta hafi þau hjónin ákveðið að ferðast með börnunum til Íslands í síðasta mánuði. Þau hafi lengi langað að koma til landsins en alltaf frestað því vegna kostnaðar en eftir alla þessa harmleiki í fjölskyldunni hafi þau áttað sig á því að þau yrðu að lifa lífinu á meðan það sé hægt.

Gleðin

Konan segir að henni hafi fundist hún svo sannarlega vera lifandi á Íslandi og hér hafi fjölskyldan farið að finna fyrir gleði á ný:

„Ég og börnin mín dönsuðum við Skógafoss og við öskruðum af gleði á fossinn en það heyrði hvort sem er enginn í okkur vegna hávaðans í fossinum. Við urðum rennblaut en okkur leið svo vel. Ég sá dóttur mína finna fyrir svo mikilli gleði og þetta augnablik er sannarlega ógleymanlegt.“

Konan segir að dauðsföllin þrjú hafi haft mikil áhrif á fjölskylduna og þau hugsi til þessara látnu ástvina sinna á hverjum degi. Hins vegar hugsi þau einnig um hinar gleðilegu minningar frá Íslandsferðinni:

„Ég er svo þakklát fyrir að eiga þessar minningar. Það er endurnærandi.“

Í athugasemdum taka fleiri undir að íslensk náttúra eða náttúran almennt hafi góð áhrif á sálarlífið. Færslan hefur einnig vakið áhuga hjá einstaklingi sem hefur ekki enn heimsótt Ísland:

„Í hvert sinn sem ég les um Ísland þá langar mig til að fara þangað.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro
Fókus
Fyrir 4 dögum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum