fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 30. október 2025 09:30

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mexíkóski áhrifavaldurinn Lizbette Martinez var stödd á Íslandi með kærastanum sínum í haust.

Þau trúlofuðust í ferðinni og valdi hann mjög fallegan stað til að fara á skeljarnar, í náttúrufegurðinni við Kvernufoss. Bónorðið kom Lizbette alveg á óvart en hún skildi ekkert í kærastanum sem vildi drífa sig að fossinum áður en allir ferðamennirnir myndu mæta á svæðið. Hún vildi njóta göngunnar og taka nóg af myndum, enda hafði hún ekki hugmynd um af hverju hann væri svona stressaður.

Hún birti myndband frá göngunni að fossinum á TikTok sem hefur vakið mikla athygli.

„Kærastinn þinn er að reyna að vera á undan öllum ferðamönnunum til að biðja þín en þú ert að gera hann stressaðan,“ skrifaði hún með myndbandinu og í því má heyra hann ýta á eftir henni og hún skilur ekkert í því.

@lizbettemartinez Lmao I’m laughing so hard because I was so annoyed that he didn’t want to take pics 😭😩😭💀 #fyp #proposalvideo #icelandtravel #fiancee💍 #funnyproposal ♬ original sound – Lizbette Martinez

Sem betur fer voru þau á undan öllum öðrum og náðu þessu fallega myndbandi af augnablikinu.

@lizbettemartinez Replying to @𝑩renda posted this once already but I’ll never get over it 🥹😭💖 should I do a grwm story time?!👀 #fyp #proposalvideo #icelandtravel #fiancee #fiancee💍 ♬ original sound – ILMUSICA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán stolt af tengdasyninum

Ásdís Rán stolt af tengdasyninum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu