

Chelsea var nýlega dæmd í fangelsi eftir að hafa rofið skilorð sitt.
„Elsku Chelsea Belle mín – áður en fíknin tók yfir líf hennar,“ skrifaði Rosie með mynd af dóttur sinni á Instagram.
„Ég elskaði hana þá og ég elska hana núna, en framtíðin er ógnvekjandi. Bænir velkomnar.“
Chelsea var dæmd í fangelsi þann 22. október.

Rosie ættleiddi nýfædda Chelsea með fyrrverandi konu sini Kelli Carpenter.
„Chelsea fæddist inn í heim fíknar og þetta hefur verið sársaukafullt ferðalag fyrir hana og fjögur ung börn hennar,“ sagði Rosie í samtali við E! News.
„Við höldum áfram að elska og styðja hana á þessum erfiðu tímum.“
Chelsea var fyrst handtekin í september í fyrir vanrækslu barna, fíkniefnasölu og -vörslu. Hún var aftur handtekin í október og nóvember sama ár og ákærð fyrir fíkniefnavörslu. Í mars 2025 fékk hún sex ára skilorðsbundinn dóm með ströngum skilyrðum um að gangast undir regluleg fíkniefnapróf og meðferð. Í september var hún rekin úr meðferð og dæmd til fangelsisvistar.