fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fókus

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Fókus
Miðvikudaginn 29. október 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska forsetafrúin Brigitte Macron mun vera miður sín út af samsæriskenningunni um að hún sé í raun karlmaður. Dóttir hennar, Tiphaine Auzière, segir að heilsu hennar hafi hrakað og eins upplifi hún sig nauðbeygða að skipta algjörlega um stíl til að vera kvenlegri.

Þetta kom fram í aðalmeðferð meiðyrðamáls sem forsetafrúin hefur höfðað gegn 10 einstaklingum fyrir að dreifa samsæriskenningunni. Eins hefur Macron stefnt bandaríska áhrifavaldnum Candace Owens í sambærilegu máli.

„Hún veit að ímynd hennar gæti verið tekin og afbökuð,“ sagði Auzière fyrir dómi og bætti við að móðir hennar gæti nú vel að því hvernig hún ber sig á almannafæri.

„Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér,“ sagði Auzière sem segir móður sína verða fyrir stöðugum árásum. Hennar versti ótti hafi svo ræst þegar barnabörn hennar heyrðu af samsæriskenningunni.

Samsæriskenningin sjálf er sú að Brigitte sé fædd karlkyns. Hún á að hafa fengið við fæðingu nafnið Jean-Michel Trogneux, en síðar hafi hún gengið undir kynleiðréttingu áður en hún kynntist eiginmanni sínum.

Vandamálið er að Jean-Michel Trogneux er raunveruleg manneskja. Hann er eldri bróðir Brigitte sem hefur kosið að halda sér utan við sviðsljósið eftir að systir hans varð forestafrú.

Auzière sagðist líta á það sem hlutverk sitt sem dóttur forsetafrúnnar að mæta í dómsal til að freista þess að kveða niður þessa andstyggilegu samsæriskenningu. Það sé óbærilegt hversu miklu hatri móðir hennar verður fyrir.

Brigitte á þrjú börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, André-Louis Auzière. Hún á einnig nokkur barnabörn.

Talið er líklegt að samsæriskenningin hafi fengið byr undir báða vængi þar sem mörgum þykir hjónaband forsetahjónanna óþægilegt. Brigitte er 25 árum eldri en eiginmaður sinn og var kennari hans þegar hann var unglingur. Hann var aðeins 15 ára þegar hann varð ástfanginn af henni og hún þá tæplega fertug. Þau hafa þó alltaf haldið því fram að samband þeirra hafi ekki hafist fyrr en eftir að Emmanuel Macron varð fullorðinn.

Brigitte hefur tjáð sig um aldursmuninn og gengist við því að hann hafi verið óþægilegur í upphafi.

„Við erum ekki fyrirmyndarpar,“ sagði hún við People Magazine. „Auðvitað erum við ekki til fyrirmyndar. Það er flókið að vera par, það tekur á á hverjum degi […] Þegar það er mikill aldursmunur getur það verið enn flóknara.“

Hún sagðist vanalega alltaf hafa laðast að karlmönnum á sínum eigin aldri. Emmanuel Macron var undantekningin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán stolt af tengdasyninum

Ásdís Rán stolt af tengdasyninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu