

Greindarvík heitir síða á Facebook sem skaupskrifarinn Halldór Högurður heldur úti, en þar gefur að líta myndbönd sem birta skondna sýn á landann. Myndband dagsins á Greindarvík á vel við á þessum fyrsta ófærðardegi ársins því margir geta tekið undir það að snjórinn kemur okkur oft í opna skjöldu.
Þetta myndband, sem og önnur myndbönd á síðunni, er að fullu leyti unnið með gervigreind.