fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fókus

Myndaveisla: Áhrifavaldar á næturvakt

Fókus
Mánudaginn 27. október 2025 12:04

Myndir/Arnór Trausti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn síðastliðinn var glæsilegur Kevin Murphy viðburður á Hotel Reykjavík Saga, þar sem kynnt var nýjasta varan frá merkinu – Night.Shift, lúxus næturserum sem vinnur á meðan við sofum.

Á viðburðinum komu saman nokkrir af þekktustu áhrifavöldum landsins, þar á meðal Sólrún Diego, Lína Birgitta, Magnea Björg, Birgitta Líf og fleiri.

Áhrifavaldaskvísur mættu á lúxusviðburð Kevin Murphy á Hotel Reykjavík Saga þar sem nýja næturserumið, Night.Shift, var kynnt í glitrandi stemningu.

Það var notaleg og glitrandi stemning á Hotel Reykjavík Saga fimmtudaginn 23. október, þegar Kevin Murphy á Íslandi bauð til fallegs kvölds í tilefni kynningar á nýjustu vörunni sinni, Night Shift — næturserumi sem nærir hárið á meðan við sofum.

Sólrún Diego, Lína Birgitta og Magnea Björg voru meðal fyrstu gesta sem stigu inn í executive svítuna, þar sem teymi Kevin Murphy tók á móti þeim með freyðivíni, ljúfri tónlist og afslöppuðu andrúmslofti. Það var strax augljóst að kvöldið yrði bæði glæsilegt og hlýlegt.
Mynd/Arnór Trausti

Fleiri þekkt andlit bættust í hópinn, þar á meðal Birgitta Líf, Hildur Sif, Sigríður Margrét, Kristín Péturs, Helena Reynis, Þorbjörg Kristins og Bára Beauty. Allar mættu þær í sínu besta formi og nutu kvöldsins í anda vellíðunar og góðs félagskapar.

Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti

Stelpurnar fengu kynningu á Night Shift og hvað hún gerir fyrir hárið. Margar prófuðu vöruna á staðnum og sögðu hárið verða silkimjúkt og ilma dásamlega.

Að kynningu lokinni fengu gestir afhentan glæsilegan gjafapoka, þar sem meðal annars voru náttföt úr samstarfslínu Kevin Murphy x Sleeper – mjúk, falleg og vönduð hönnun með strútsfjöðrum sem fangar ró og fegurð næturinnar.

Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti

Á Fröken Reykjavík beið þeirra ljúffengur kvöldverður, þar sem góð stemning, falleg framsetning og fersk hráefni voru í fyrirrúmi. Gestir spjölluðu saman yfir matnum, hlógu og ræddu fegurð, vellíðan og nýjustu hártískuna í afslöppuðu og hlýju umhverfi.

Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti

Ljósmyndari kvöldsins, Arnór Trausti, fangaði stemninguna í myndum sem sýna bæði gleði, fegurð og glitrandi kvöldstund.

“Kevin Murphy er þekkt fyrir áherslu á hágæða innihaldsefni. Með Night.Shift höfum við skapað meðferð sem veitir hárinu djúpnæringu og raka í allt að 12 klukkustundir, á meðan hárið endurnýjar sig og styrkist yfir nóttina. Þetta er vara sem hentar nútímakonunni – án fyrirhafnar, en með raunverulegum árangri,” segir Kristinn Óli Hrólfsson, markaðsstjóri hjá Ison, sem sér um dreifingu Kevin Murphy á Íslandi.

Night.Shift fylgir nýrri stefnu í hárumhirðu þar sem fólk leitar að vörum sem einfalda rútínuna og spara tíma án þess að fórna árangri. Þetta næturserum vinnur hljóðlega sína vinnu, gefur raka, næringu og ljóma – allt á meðan við hvílumst.

Kvöldið var í senn fallegt, afslappað og innblásið – alveg eins og varan sjálf.”

Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu
Fókus
Í gær

Vín fyrir gæludýr komið á markað – „Gott gegn stressi“

Vín fyrir gæludýr komið á markað – „Gott gegn stressi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Held að allar bækur sem ég les hafi einhver áhrif“

„Held að allar bækur sem ég les hafi einhver áhrif“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skólastjórinn: Galsafengin þroskasaga fyrir börn og alla sem muna eftir barninu sem þeir voru

Skólastjórinn: Galsafengin þroskasaga fyrir börn og alla sem muna eftir barninu sem þeir voru
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Victoria Beckham opnar sig um framhjáhald eiginmannsins

Victoria Beckham opnar sig um framhjáhald eiginmannsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins