

Á viðburðinum komu saman nokkrir af þekktustu áhrifavöldum landsins, þar á meðal Sólrún Diego, Lína Birgitta, Magnea Björg, Birgitta Líf og fleiri.

Það var notaleg og glitrandi stemning á Hotel Reykjavík Saga fimmtudaginn 23. október, þegar Kevin Murphy á Íslandi bauð til fallegs kvölds í tilefni kynningar á nýjustu vörunni sinni, Night Shift — næturserumi sem nærir hárið á meðan við sofum.


Fleiri þekkt andlit bættust í hópinn, þar á meðal Birgitta Líf, Hildur Sif, Sigríður Margrét, Kristín Péturs, Helena Reynis, Þorbjörg Kristins og Bára Beauty. Allar mættu þær í sínu besta formi og nutu kvöldsins í anda vellíðunar og góðs félagskapar.



Stelpurnar fengu kynningu á Night Shift og hvað hún gerir fyrir hárið. Margar prófuðu vöruna á staðnum og sögðu hárið verða silkimjúkt og ilma dásamlega.
Að kynningu lokinni fengu gestir afhentan glæsilegan gjafapoka, þar sem meðal annars voru náttföt úr samstarfslínu Kevin Murphy x Sleeper – mjúk, falleg og vönduð hönnun með strútsfjöðrum sem fangar ró og fegurð næturinnar.




Á Fröken Reykjavík beið þeirra ljúffengur kvöldverður, þar sem góð stemning, falleg framsetning og fersk hráefni voru í fyrirrúmi. Gestir spjölluðu saman yfir matnum, hlógu og ræddu fegurð, vellíðan og nýjustu hártískuna í afslöppuðu og hlýju umhverfi.





Ljósmyndari kvöldsins, Arnór Trausti, fangaði stemninguna í myndum sem sýna bæði gleði, fegurð og glitrandi kvöldstund.
“Kevin Murphy er þekkt fyrir áherslu á hágæða innihaldsefni. Með Night.Shift höfum við skapað meðferð sem veitir hárinu djúpnæringu og raka í allt að 12 klukkustundir, á meðan hárið endurnýjar sig og styrkist yfir nóttina. Þetta er vara sem hentar nútímakonunni – án fyrirhafnar, en með raunverulegum árangri,” segir Kristinn Óli Hrólfsson, markaðsstjóri hjá Ison, sem sér um dreifingu Kevin Murphy á Íslandi.
Night.Shift fylgir nýrri stefnu í hárumhirðu þar sem fólk leitar að vörum sem einfalda rútínuna og spara tíma án þess að fórna árangri. Þetta næturserum vinnur hljóðlega sína vinnu, gefur raka, næringu og ljóma – allt á meðan við hvílumst.
Kvöldið var í senn fallegt, afslappað og innblásið – alveg eins og varan sjálf.”



