

„Ég tala ekki opinberlega um þetta,“ sagði Jelly Roll í hlaðvarpinu Human School Podcast. „En eitt af verstu augnablikum á fullorðinsævi minni var þegar ég hélt framhjá eiginkonu minni.“
„Þetta var í fyrsta skipti sem ég hugsaði: „Ég er ekki að ná þessu. Ég veit að ég elska þessa konu.“ Þetta hafði mikil áhrif á mig.“
Hann sagði þau hafa unnið hörðum höndum að endurbyggja traust. „Það fór mikil vinna í að laga sambandið en við erum sterkari fyrir vikið,“ sagði hann.
Jelly Roll sagði að það hafi haft áhrif á ákvörðunartöku hans á þeim tíma að „fullt af karlmönnum“ í kringum hann „voru að halda framhjá eiginkonunum sínum.“ Hann sagði kókaín og áfengi einnig hafa haft áhrif.
Bunnie hefur einnig tjáð sig um málið og segist ekki ætla að fara frá honum, en margir netverjar hafa hvatt hana til að slíta sambandinu.
„Það þarf sterka konu til að horfast í augu við sársaukann, takast á við hann og endurbyggja með manninum sem hún elskar, í stað þess að flýja eða slúðra. Það er ekki veikleiki að þroskast, heldur styrkleiki en það búa ekki allir yfir honum. Ég vona að þið þurfið aldrei að ganga í gegnum þetta en þið eruð að dæma aðra konu.“