fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fókus

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 19. október 2025 09:00

Hanna Birna Valdimarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk með POTS verður fyrir fordómum og er stimplað sem letingjar sem nenna ekki að vinna en það er langt frá raunveruleikanum. Hanna Birna Valdimarsdóttir, sem er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV, segir að hana langi aftur á vinnumarkað og sjái fram á að gera það eftir áramót. En eftir að Sjúkratryggingar Íslands hættu niðurgreiðslu á vökvagjöf fyrir sjúklinga með POTS þá virðist það fjarlægur draumur.

Sjá einnig: „Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“

Hlustaðu á þáttinn með Hönnu Birnu á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Textabrot úr þættinum má lesa hér að neðan.

POTS er heilkenni og upplifir fólk misjöfn einkenni. Sumir upplifa væg einkenni á meðan aðrir upplifa mikla skerðingu á lífsgæðum. Meðal einkenna eru svimi, hjartsláttarónot, yfirlið, truflun við hugsanir, minni og einbeitingu, þreyta, höfuðverkur, svefntruflanir og brjóstverkur.

Frá og með 1. október hættu sjúkratryggingar niðurgreiðslu á saltvatnsgjöf til sjúklinga með POTS-heilkenni. Fyrir Hönnu Birnu hefur þetta mikil áhrif.

„Nú er ég búin að mennta mig og fór í gegnum háskólanám með öll þessi einkenni og það var eitthvað að, eins og við erum búin að vera að reyna að benda, til dæmis þingmönnum á, það hljóta að vera miklu meiri not fyrir okkur, og ódýrara, að borga vökvagjöf fyrir okkur en að hafa okkur á örorku,“ segir Hanna Birna.

Hanna Birna Valdimarsdóttir.

„Nú er til dæmis ein vinkona mín, sem er með POTS, að fylla út örorkupappíra núna. Hún er búin að prófa öll úrræði, en hún er of veik fyrir Reykjalund, of veik fyrir Virk, það eina sem hún á eftir að prófa er vökvagjöf. En hún er í alvörunni að fylla út örorkuumsókn því vökvagjöf stendur ekki lengur til boða. Það er svo sorglegt að horfa upp á þetta.“

Hanna Birna segir að það séu einnig mörg börn með POTS. „Það á það til að gleymast í þessari umræðu, það eru fullt af börnum, börn sem eru að reyna að stunda nám, en þau eru kannski rúmliggjandi.“

Yngsta barnið sem Hanna Birna þekkir til er þrettán ára gamalt.

Hanna Birna Valdimarsdóttir.

Tækifæri til að njóta lífsins

Hanna Birna, sem er formaður Samtaka um POTS á Íslandi, segist telja að það séu um 700-800 manns með POTS á Íslandi og að um 93 prósent þeirra séu konur. Hún segir að það sé leiðinlegt að finna fyrir fordómunum en hún minnir sig reglulega á að það sé ekki persónulegt, heldur fáfræði.

„Auðvitað er þetta rosalega sárt að heyra þessa fordóma, að það ætti frekar að nýta peningana í eitthvað sem er „alvöru.“ En maður er bara duglegur að minna sig á að þetta er ekki persónulegt. Þetta er ekki skot á mig og mína persónu. Og það er svolítið gott að geta sett upp þennan vegg. En auðvitað skiptir þetta mann hjartans máli,“ segir Hanna Birna.

„Þetta bætir lífsgæðin, þó svo það geti ekki allir farið að vinna aftur þá er hægt að njóta lífsins. Það eru einstæðir foreldrar með POTS. Ég er mjög heppin að eiga gott bakland sem grípur þessa bolta en ég hef miklar áhyggjur af fólkinu sem hefur engan, sérstaklega núna þegar vökvagjöf er ekki lengur í boði sem meðferðarúrræði.“

Hanna Birna ræðir nánar um baráttuna og eigin reynslu í þættinum sem má hlusta á hér. Hanna Birna er eins og áður sagði formaður Samtaka um POTS á Íslandi og stendur fyrir undirskriftalista þar sem er skorað á heilbrigðisyfirvöld að endurskoða ákvörðun sína. Skrifa undir hér.

Facebook-síða Samtaka um POTS á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tískusýning Victoria’s Secret var í gær – Sjáðu myndirnar

Tískusýning Victoria’s Secret var í gær – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fann gróft klám í tölvunni og ásakaði son sinn – „En svo áttaði ég mig á sannleikanum“

Fann gróft klám í tölvunni og ásakaði son sinn – „En svo áttaði ég mig á sannleikanum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Spyr hvort ferðamenn taki börnin sín ekki með til Íslands

Spyr hvort ferðamenn taki börnin sín ekki með til Íslands
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kylie Jenner harðlega gagnrýnd – „Ógeðslega ógeðslegt“

Kylie Jenner harðlega gagnrýnd – „Ógeðslega ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan