Í gærkvöldi var tískusýning Victoria‘s Secret. Margir hafa beðið eftir þessu en þetta var einn stærsti tískuviðburður í heimi í tuttugu ár áður en undirfatarisinn dró sig úr sviðsljósinu eftir að hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að fagna ekki fjölbreytileikanum, það er að segja konum af öllum stærðum og gerðum. Árið 2021 stigu nokkrar fyrrverandi Victoria‘s Secret fyrirsætur fram og afhjúpuðu dökku hliðar undirfatarisans.
Í fyrra var fyrsta sýningin í sex ár en sýnginin í ár hefur hlotið meira lof áhorfenda, en það var meira af glimmeri, glamúr og stórum vængjum.
Sjá einnig: Myndaveisla: Tískusýning Victoria’s Secret sneri aftur eftir 6 ára pásu
Sjáðu myndir frá kvöldinu hér að neðan og neðst í fréttinni má horfa á alla sýninguna í heild sinni.
Sýningin sjálf hefst á mínútu 53:00.