fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Myndaveisla: Tískusýning Victoria’s Secret sneri aftur eftir 6 ára pásu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 16. október 2024 09:29

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi var tískusýning Victoria‘s Secret haldin í New York. Þetta var í fyrsta skipti í sögu undirfatarisans að aðeins kvenkyns listamenn sáu um að skemmta áhorfendum.

Stórstjarnan Cher tók nokkur lög ásamt söngkonunni Tylu og K-poppstjörnunni Lisu.

Fjöldi frægra fyrirsæta gengu niður tískupallinn. Adriana Lima, Alessandra Ambrosio, systurnar Bella og Gigi Hadid, Behati Prinsloo, Candice Swanepoel, Ashley Graham og Carla Bruni voru allar  glæsilegar en það er óhætt að segja að óvænt innkoma ofurfyrirsætunnar Kate Moss hafi stolið senunni.

Kate Moss. (Mynd: Dimitrios Kambouris/Getty Images)

Fyrsta tískusýningin í mörg ár

Tískusýning Victoria’s Secret var einn stærsti tískuviðburður í heimi í tuttugu ár en sýningin í gær var sú fyrsta í sex ár. Í fyrra hélt nærfatarisinn viðburð eftir að hafa haldið sig frá sviðsljósinu í nokkur ár eftir að hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að fagna ekki fjölbreytileikanum, það er að segja konum af öllum stærðum og gerðum. Árið 2021 stigu nokkrar fyrrverandi Victoria‘s Secret fyrirsætur fram og afhjúpuðu dökku hliðar undirfatarisans.

Sjá einnig: Önnur fyrirsæta stígur fram og afhjúpar dökku hliðar Victoria‘s Secret

Undanfarin ár hefur Victoria‘s Secret unnið hörðum höndum að breyta ímynd fyrirtækisins og var viðburðurinn í fyrra hluti af því. Listamenn komu fram, ofurfyrirsætan Naomi Campbell las ljóð og fyrirsætan Gigi Hadid kynnti stiklu fyrir heimildarmynd Victoria‘s Secret, sem átti að vera síðasta púslið í endurmarkaðssetningu þeirra.

Sjá einnig: Lítið skilið eftir fyrir ímyndunaraflið á bleika dregli Victoria’s Secret

Gigi Hadid fékk englavængi í gær. (Mynd: Kevin Mazur/Getty Images)

Tískusýningin snýr aftur

Nú hefur tískusýningin snúið aftur með pomp og prakt. Sjáðu fleiri myndir hér að neðan, en neðst í greininni er hægt að horfa á alla tískusýninguna.

Ashley Graham. (Mynd: Kevin Mazur/Getty Images)
Gigi Hadid. (Mynd: Kevin Mazur/Getty Images)
Vika Evseeva. (Mynd: Kevin Mazur/Getty Images)
Devyn Garcia. (Mynd: Kevin Mazur/Getty Images)
Alex Consani. (Mynd: Kevin Mazur/Getty Images)
Alessandra Ambrosio. (Mynd: Dimitrios Kambouris/Getty Images)
Josephine Skriver (Mynd: Dimitrios Kambouris/Getty Images)
Behati Prinsloo and Candice Swanepoel. (Mynd: Slaven Vlasic/Getty Images)
Valentina Sampaio. (Mynd: Dimitrios Kambouris/Getty Images)
Tyra Banks. Mynd/Getty Images

Horfðu á viðburðinn hér að neðan. Fyrsta söngatriðið hefst á mínútu 45:31 en sýningin sjálf á mínútu 49:12.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?