fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Fókus

Spyr hvort ferðamenn taki börnin sín ekki með til Íslands

Fókus
Þriðjudaginn 14. október 2025 17:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingur sem búsettur er hér á landi veltir því fyrir sér í færslu á Reddit hvort að ferðamenn sem heimsæki Ísland skilji almennt börn sín, eigi þeir börn yfirhöfuð, eftir heima. Færslan fær töluverð viðbrögð og í mörgum athugasemdum er bent á kunnuglega skýringu, hið háa íslenska verðlag. Sumir sem skrifa athugasemd segjast þó hafa heimsótt Ísland ásamt börnum sínum.

Málshefjandi segist hafa tekið eftir því nýlega á göngu með barn sitt í miðborg Reykjavíkur að þar hafi verið fullt af ferðamönnum en enginn þeirra hafi verið með barn með sér. Spyr viðkomandi hvort ferðamenn sem heimsæki Ísland skilji almennt börnin eftir heima og hver sé þá skýringin á því.

Bent er á ýmsar mögulegar skýringar í athugasemdum. Í flestum löndum séu börn í skóla á þessum árstíma og þeir sem séu barnlausir séu þá líklegri til að ferðast því eftirspurn eftir ferðum sé meiri þegar frí séu í skólum og verð þar af leiðandi hærra. Það þykir því greinilega ekki jafn sjálfsagt mál alls staðar eins og á Íslandi að taka börn úr skóla til að fjölskyldur geti farið saman í utanlandsferð.

Ekki barnvænt

Í einu svari kemur fram að viðkomandi hafi heimsótt Ísland og haft börnin sín með en þekki fólk sem hafi skilið sín börn eftir heima. Möguleg skýring sé að umræddir foreldrar vilji fara á staði og gera það sem sé ekki mjög barnvænt, eins og t.d. að fara í langar göngur í óbyggðum og heimsækja baðlón.

Einn aðili bendir hins vegar á eina staðreynd um foreldra sem eiga lítil börn:

„Allt sem hefur með Ísland að gera er mjög dýrt. Fólk með lítil börn á yfirleitt ekki mikla peninga.“

Í öðru svari segist foreldri ekki vilja fara með ung börn sín í jafn dýrt ferðalag og það sé að fara Íslands. Þau eigi einfaldlega ekki eftir að muna almennilega eftir því.

Fleiri nefna verðlagið:

„Það var nógu dýrt fyrir mig einan að fara til Íslands. Ég býst við að margir foreldrar hafi einfaldlega ekki efni á því.“

„Miðað við verðlagið á Íslandi þá myndi ég aldrei ferðast þangað með börn.“

Einn faðir segir að hann og eiginkonan hafi einfaldlega skilið börnin eftir heima þar sem Ísland sé ekki nógu fjölskylduvænn áfangastaður. Hinar löngu akstursvegalengdir reyni mjög á ef börnin séu með.

Sumar

Í sumum athugasemdum er hins vegar bent á að ferðamenn séu líklegri til að koma með börn sín til Íslands að sumri til þegar frí séu í skólum. Þó nokkrir foreldrar sem hafa tekið börn sín með til Íslands taka til máls og aðrir sem heimsótt hafa landið að sumri til án barna segjast hafa orðið varir við mörg börn á helstu ferðamannastöðum.

Bandaríkjamenn hafa undanfarin misseri verið fjölmennastir í hópi erlendra ferðamanna á Íslandi og einn Bandaríkjamaður útskýrir í athugasemd mögulega ástæðu fyrir því af hverju landar viðkomandi geti mögulega verið tregir til að fara til Íslands með börn sín eða fara nokkuð yfirhöfuð:

„Við erum með einkarekið heilbrigðiskerfi svo að það getur verið frekar dýrt að fæða barn. Þannig að margir Bandaríkjamenn hafa ekki efni á því að ferðast í töluverðan tíma eftir að hafa eignast börn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Í sjokki hvað rassabuxurnar virka vel

Vikan á Instagram – Í sjokki hvað rassabuxurnar virka vel
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Game of Thrones stjarna var svipt sjálfræði eftir að hafa verið tæld í sértrúarsöfnuð

Game of Thrones stjarna var svipt sjálfræði eftir að hafa verið tæld í sértrúarsöfnuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Norðanvindurinn er dystópísk fantasía með krydduðu, ástarsögulegu ívafi

Norðanvindurinn er dystópísk fantasía með krydduðu, ástarsögulegu ívafi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika og „óbærilegan sársauka“ í nýju viðtali

Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika og „óbærilegan sársauka“ í nýju viðtali