Á sínum tíma sagðist henni líða bara ágætlega eftir kynlífsmaraþonið en nú er greint frá því að það hafi verið fjarri sannleikanum.
News.com.au greinir frá. Hún hefur nú viðurkennt að líkami hennar hafi verið „illa farinn“ eftir athæfið. Greint var frá þessu í hlaðvarpinu Sex, Lies and Streaming, en Bonnie Blue átti að veita blaðamanni James Weir viðtal eftir kynlífsmaraþonið en mætti ekki sökum veikinda.
„Ég hef verið rúmliggjandi. Ég er búin að vera með svæsna flesnu, ekki mjög spennandi,“ sagði hún í janúar, en viðtalið var birt fyrr í dag.
„Ég hef ekki verið hress alla vikuna. Ég er enn með smá hósta og enn hás.“
Læknir hefur varað við athæfinu.
„Kynlíf reynir mikið á líkamann og krefst þess að maður notar marga mismunandi vöðva í einu, það reynir einnig á hjarta- og æðakerfið og losar endórfín,“ sagði læknirinn Zac Turner.
„Ef þetta er gert í hófi þá er þetta eins og vel heppnuð æfing, góð fyrir heilsuna og myndar tilfinningaleg tengsl. En hins vegar, ef þetta er gert með öfgakenndum hætti, eins og í 24 klukkutíma samfleytt, þá getur þetta haft gríðarleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu.“