fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af

Fókus
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 12:55

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk kona og eiginmaður hennar keyptu 200 ára gamalt hús í New York og eru að vinna hörðum höndum að því að gera það upp.

Konan, sem kallar sig Mystee á samfélagsmiðlum, segir að þar sem húsið sé svona gamalt hafi þau látið marga iðnaðar- og eftirlitsmenn skoða húsið, en enginn þeirra hafi fundið leynda herbergið í kjallaranum áður en þau fluttu inn.

Mystee og maðurinn hennar fundu herbergið eftir að pípari benti þeim á að það væri að koma vatn þaðan. Þau skoðuðu kjallarann – sem er mjög stór og frekar óhugnanlegur – gaumgæfilega og fundu þá herbergið, sem hafði verið lokað af. Þeim tókst að byrja að brjóta vegginn niður, en áttu erfitt með að komast inn í herbergið því það var fullt af grjóti.

@mysteeipong #historichome #creepybasement ♬ Suspense, horror, piano and music box – takaya

Mystee leyfði áhugasömum að fylgjast með ferlinu á TikTok. Málið vakti mikla athygli og skiptust netverjar í fylkingar, þeir sem voru forvitnir að vita hvað leyndist í herberginu og svo hinir sem sögðu að það væri ástæða fyrir því að herbergið hafi verið lokað af með þessum hætti og að þau ættu ekki að raska því, þar sem það gæti vakið illa anda.

@mysteeipong Part 2 – Finding a Room in our Creepy Basement in our 100 Year Old House #historichome #creepybasement ♬ Gothic Horror Dark Creepy Music Box(1316996) – kurata

En það gæti verið einföld skýring á þessu. Margir stungu upp á því að það gæti verið að heimili hennar, eða umrætt herbergi, hafi verið tengt neðanjarðargöngum.

„Ég vissi ekki að húsið mitt tengdist neðanjarðargöngum en við skoðuðum málið og átta mínútum frá okkur er neðanjarðarstöð,“ sagði hún.

@mysteeipong🚨 Read Caption 🚨 1. We’re not dead 2. We haven’t gotten this open, but we will this weekend when we get more tools 3. This will not be 400 parts, i dont want my basement to flood 4. This is not saying our house is a part of the underground railroud – this is saying that suggestions people made **might** be true 5. Lastly, this is a repost – I removed our district from it for those concerned

♬ original sound – Mystee Ipong 🩵

En Mystee og eiginmaður hennar vita það ekki fyrir vissu þar sem illa hefur gengið að komast inn í herbergið. Hún skoðaði áhugaverða sögu hússins og hefur verið dugleg að brenna sage til að hrekja burt illa anda. Hún segist meðvituð um að húsið sé gamalt og að því „fylgi einhverjir andar“ en hún vilji hafa „góða anda frekar en slæma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig