fbpx
Mánudagur 17.febrúar 2025
Fókus

Setur íbúðina aftur á sölu og opnar nýjan veitingastað

Fókus
Föstudaginn 24. janúar 2025 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Kittý Johansen hefur sett íbúð sína við Hallakur 2b í Garðabæ á sölu. 

Íbúðin fór áður á sölu í október 2023 eftir skilnað Kittýar og Ágústs Reyn­is Þor­steins­sonar, en þau ráku saman veitingastaðinn vinsæla Boombay Bazaar í Ármúla. Kitty er ekki skilin við veitingabransann en innan skamms opnar hún Indian Bites á Kúmentorgi Kringlunnar.

Sjá einnig: Eigendur Boombay Bazaar skilin og setja íbúðina á sölu

Smartland greindi í desember frá sambandi Kittýar og Eg­ils Heiðars Ant­ons Páls­sonar, leikara og leik­hús­stjóra í Håloga­land leik­hús­inu í Trömsø í Nor­egi. 

Íbúðin er 117 fm á annarri hæð í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 2007. Ásett verð er 89,9 milljónir.

Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu með útgengi á rúmgóðar suðursvalir með fallegu útsýni, hjónaherbergi, svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.

  

Í stofunni prýðir risastórt listaverk eftir Laufeyju Johansen, systur Kittýar, einn vegginn að hluta.

Í eldhúsinu er dökk innrétting með ljósri borðplötu og klassískar hvítar Subway-flísar á veggnum.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Trent bætti met Gerrard
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frægur þjálfari lætur fitness áhrifavalda heyra það – „Ég vil ekki sjá rassinn þinn“

Frægur þjálfari lætur fitness áhrifavalda heyra það – „Ég vil ekki sjá rassinn þinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gellur landsins í trylltu stuði

Gellur landsins í trylltu stuði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndband: Svona býrðu til QR-merki með aðstoð gervigreindarinnar

Myndband: Svona býrðu til QR-merki með aðstoð gervigreindarinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Taktu púlsinn á sambandinu þínu fyrir Valentínusardaginn!

Taktu púlsinn á sambandinu þínu fyrir Valentínusardaginn!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tönyu var rænt af öryggisverði skólans – Opnar sig um martröðina og hvernig hún komst undan tíu árum seinna

Tönyu var rænt af öryggisverði skólans – Opnar sig um martröðina og hvernig hún komst undan tíu árum seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragna birti myndband af viðbrögðum eiginmannsins við fjórða barninu – „Hættessu!“

Ragna birti myndband af viðbrögðum eiginmannsins við fjórða barninu – „Hættessu!“