fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 11:29

Ellý Ármanns og Arnar Gunnlaugson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson hefur verið valinn sem næsti landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það var greint frá ákvörðun KSÍ í gær, en það var ein manneskja búin að sjá þetta fyrir sér.

Spákonan Ellý Ármanns var gestur í áramótaþætti Fókuss, spjallþætti DV. Þar spáði hún fyrir ýmsum þekktum einstaklingum og svaraði nokkrum spurningum sem hafa brunnið á fólki, eins og örlög Íslands í Eurovision og hver yrði næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins.

Við spurðum Ellý: Verður Arnar næsti landsliðsþjálfari?

„Já,“ sagði hún einfaldlega og fór nánar út í málið.

„Það er bara þannig, en hann þarf… það er eitthvað sem að hann er að díla við. Eitthvað á bak við tjöldin sem við vitum ekki um, kannski eitthvað samningsbundið, ég veit það ekki. En hann er maðurinn og honum gengur vel.

Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar, hann er ekki að fara í spor fortíðarþjálfara. Hann er að fara inn á einhvern akur og hann býr til leiðina, nýja leið, sem er leið að ljósi og þar er eitthvað sem við megum ekki fá að sjá en það verður mikið bjart ljós. Ljós þýðir velmegun, hamingja, sigrar, það er ljós.“

Horfðu á spána hér að neðan.

video
play-sharp-fill

Horfðu á áramótaþáttinn hér eða hlustaðu á Spotify.

Það er hægt að fylgjast með Ellý á Facebook og Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Hide picture