fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu

Fókus
Föstudaginn 10. janúar 2025 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hótelerfinginn og raunveruleikastjarnan fyrrverandi Paris Hilton birti býsna sláandi myndband af heimili sínu – eða því sem eftir er af því – á Instagram-síðu sinni í nótt.

Eins og margar stjörnur Hollywood missti Hilton heimili sitt í skógareldunum sem nú fara stjórnlaust um úthverfi Los Angeles en hún átti glæsilega villu í Malibu sem hún keypti árið 2021 fyrir rúman milljarð króna.

Hilton fór að heimili sínu í gær og myndaði brunarústirnar og var eðli málsins samkvæmt mikið niðri fyrir miðað við færslu sem hún skrifaði við myndbandið.

„Ég stend á þeim stað sem var einu sinni heimili okkar og sorgin er ólýsanleg,“ sagði Hilton og bætti við að það hafi verið erfitt fyrir hana og tekið mikið á sálartetrið að fylgjast með fréttum af eldsvoðunum. „En nú, þegar ég stend hérna og sé eyðilegginguna með eigin augum, er eins og hjartað sé brotið í milljón mola.“

Paris Hilton segist finna til með öllum þeim sem eiga um sárt að binda þessa dagana. „Það eru svo margir sem hafa misst allt. Þetta eru ekki bara veggir og þök – það eru minningarnar sem gerðu þessi hús að heimilum,“ sagði hún og bætti við að hún væri þakklát fyrir að allir hennar ástvinir séu heilir á húfi. Það sé fyrir mestu.

„Látið þetta verða áminningu um að halda ástvinum ykkur nálægt ykkur. Njótið þið þessara góðu stunda því lífið getur breyst á einu augabragði.“

Ef myndbandið og færslan hér að neðan birtast ekki gæti verið ráð að endurhlaða síðuna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Paris Hilton (@parishilton)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hélt að hún væri að taka inn Ozempic – „Ekki gera þetta. Ég dó næstum því“

Hélt að hún væri að taka inn Ozempic – „Ekki gera þetta. Ég dó næstum því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

VÆB svara fyrir sig: „Persónulega finnst okkur þetta gjörólík lög“

VÆB svara fyrir sig: „Persónulega finnst okkur þetta gjörólík lög“
Fókus
Fyrir 3 dögum

George W. Bush stal senunni í gær – Sjáðu myndbandið

George W. Bush stal senunni í gær – Sjáðu myndbandið