Leikkonan June Gable, sem þekkt er fyrir hlutverk Estelle, umboðsmanns Joey Tribbiani í sjónvarpsþáttunum Friends, hefur sett íbúð sína í Manhattan á sölu.
Gable, sem er orðin áttræð, erfði íbúðina af leikkonunni Alice Drummond. Drummond sem lést árið 2016, 88 ára að aldri, lék í einum þætti Friends. Var það áttundi þáttur fyrstu þáttaraðar, The One Where Nana Dies Twice. L’ek Drummond þar Altheu, ömmu Ross og Monicu, sem lá banaleguna.
Gable, sem hefur átt íbúðina frá 2018, vill milljón dala fyrir hana.
Íbúðin, sem er með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, er á 351 E. 50th St., í fimm hæða raðhúsi með lyftu milli First og Second Avenue.
Íbúðin er 87 fermetrar að stærð með opnu stofu- og borðstofurými með skrautlegum arinn. Stórar glerhurðir opnast út í heillandi einkagarð, sem er um 46 fermetrar að stærð. Svefnherbergið er með skrautlegum arinn, og sérbaðherbergi.