fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf

Fókus
Þriðjudaginn 15. júlí 2025 21:30

Tori Spelling

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Tori Spelling gaf fyrrverandi eiginmanni sínum, Dean McDermott, gömlu brjóstapúðana sína sem DYI gjöf (e. Do-It-Yourself) í afmælisgjöf.

„Ég tók gömlu brjóstapúðana sem ég lét fjarlægja, ég held að læknirinn hafi ekki átt að láta mig fá þá en hann gerði það, og setti þá í kassa og bjó til bókastoðir úr þeim,“ sagði Spelling, í þætti sínum misSPELLING. „Hlustendur, þið vitið að mér finnst gaman að gera hlutina sjálf,“ grínaðist leikkonan. „Ég veld aldrei vonbrigðum.“

Tori Spelling

Spelling segir að eftir skilnað þeirra sé gjöfin enn ein af verðmætustu eignum hennar. Fyrrverandi eiginmaður hennar bauðst til að skila gjöfinni þegar þau skildu. Segir hún að þrátt fyrir að hafa móðgast yfir boðinu hafi hún þegið gjöfina til baka, því þau „eru enn mjög góðir vinir og taka sameiginlega þátt í uppeldi barna þeirra.“

Spelling og McDermott

McDermott mun hafa lagt til að Spelling seldi brjóstapúðana eða bókastoðirnar á eBay, en Spelling segist ekki myndu gera það, en veltir samt fyrir sér hvers virði þeir séu.

„Bíddu, hvað heldurðu að ég gæti fengið fyrir þá? Ég er bara forvitin, spyr fyrir vin. Mig langar eiginlega að láta bronsa þá eða eitthvað. Ef þeir væru bronsaðir gæti ég jafnvel búið til pappírspressu úr þeim.“

Spelling og McDermott giftu sig í maí árið 2006. Þau eiga saman fimm börn, synina Liam, 18 ára, Finn, tólf ára og Beau, átta ára, og dæturnar Stellu, 17 ára, og Hattie, þrettán ára. Fyrir átti McDermott soninn Jack, sem er 25 ára. Hjónin skildu í júní árið 2023 eftir 17 ára hjónaband. 

Aðeins fjórum mánuðum síðar opinberaði McDermott samband sitt og leikkonunnar Lily Calo. 

McDermott og Calo

Mánuði síðar komst Spelling í fréttirnar fyrir að hafa kysst Ryan Cramer, sem þykir nánast tvífari McDermott. Á þeim tíma taldi McDermott að ástarsamband Spelling væri örvæntingarfull beiðni um athygli. Spelling og Cramer sáust síðast saman á rauða dreglinum í apríl í ár.

Spelling og Cramer
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur frjókornaofnæmi haft áhrif á leggöng kvenna

Getur frjókornaofnæmi haft áhrif á leggöng kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Setti ótrúlegt heimsmet í upphífingum

Setti ótrúlegt heimsmet í upphífingum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Salt Path-skandallinn skekur Bretland – Dramatísk sjálfsævisaga reyndist uppfull af lygum

Salt Path-skandallinn skekur Bretland – Dramatísk sjálfsævisaga reyndist uppfull af lygum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tónlistarhátíð aflýst þegar tilkynnt var um komu Kanye West

Tónlistarhátíð aflýst þegar tilkynnt var um komu Kanye West
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir leikkonuna ekki of gamla fyrir sig

Segir leikkonuna ekki of gamla fyrir sig